Handverkskúnst
Samanstendur af mæðgunum Guðrúnu Maríu og Elínu Kristínu. Með samstarfi okkar undir nafninu Handverkskúnst stefnum við mæðgur á að:
- Halda námskeið þar sem við kennum hekl og prjón fyrir byrjendur sem og lengra komna.
- Bjóða upp á uppskriftir bæði skrifuðum af okkur sjálfum sem og þýddum uppskriftum frá öðrum. Allar uppskriftir sem við þýðum eru að sjálfsögðu þýddar með leyfi höfundar.
- Blogga saman hér á WordPress. Á blogginu munum við aðallega deila með ykkur handavinnunni okkar. Við ætlum einnig taka saman fróðleik og leiðbeiningar um handavinnu af ýmsum toga.
- Halda úti Facebook síðu þar sem við deilum færslum af blogginu sem og öðru sem okkur dettur í hug.
Guðrún María
Ég hef prjónað frá unga aldri og hef mikinn áhuga á prjónaskap og leitast við að læra nýja tækni og miðla henni áfram til annarra. Tvöfalt prjón er í uppáhaldi núna en leitast ég við að grafa upp nýja tækni og þekkingu sem viðkemur prjónaskap.
Ef þú vilt hafa samband við mig
sendu þá tölvupóst handverkskunst@gmail.com
hringdu í mig 861-6655
eða finndu mig á Facebook
Elín Kristín
Ég er rúmlega þrítug Reykjavíkurmær.
Á mann, tvo frábæra stráka, einn feitan kött og í nóvember mun ég eignast litla stelpu.
Ég er nemi í HÍ og stefni á að útskrifast sem textílkennari á næstu árum.
Ég lærði að prjóna þegar ég var 9 ára og lærði að hekla þegar ég var 14 ára.
Ég hef áhuga á alls kyns handavinnu en er þó heklari fyrst og fremst.
Í uppáhaldi er að hekla teppi og utan um krukkur.
Ég er rosalega handóð og er alltaf með heklið mitt með mér hvar sem ég er.
Ef þú vilt hafa samband við mig
sendu þá tölvupóst handverkskunst@gmail.com
hringdu í mig 662-8635
eða finndu mig á Facebook
Tetta er svo flottur blogg hja ykkur. Vid systurnar og dætur turfum endilega ad panta hja ykkur sma namskeid tegar vid komum stormandi til Reykjavikur næst :):) vid erum allar ad handavinnast eitthvad :):) Kristrun
Ekki málið væri virkilega gaman að fá ykkur allar á námskeið og svo bara sjá ykkur 🙂