30/30 – samantekt

Loksins loksins loksins er þetta verkefni búið. Og aðeins þremur dögum of seint. Sem mér finnst magnað því þetta var mun tímafrekara en ég hélt.


Ég ætlaði að hekla ferningana saman í teppi. En ég var ekki viss hvað ég ætti að gera við það þar sem það yrði í stórri barnastærð. Ég ákvað því að gera fleiri ferninga – í aðeins meiri rólegheitum þó – og gera nýtt og fínt sófateppi.Auðvitað voru mínir dyggu aðstoðarmenn með mér eins mikið og þeir gátu á meðan verkefninu stóð.

hr. Móri

fröken Guðmunda

Þetta voru algengustu litasamsetningarnar
Allir ferningarnir í öllu sínu veldi


Hverjir voru svo uppáhalds?
Af öllum þá stóðu þessir sjö ferningar uppúr.

1. sæti

2. sæti

3. sæti

4. sæti

5. sæti

6. sæti

7. sæti


Þótt þetta hafi tekið merkilega mikið á þá er ég fegin að hafa gert þetta. Nú veit ég hvernig þetta er og veit að ég ætla aldrei að gera þetta aftur c“,)

30/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Seinasti ferningurinn! OMG! Fáránlega léttur ferningur að hekla. Stjörnumiðjan er mjög svipuð og í Falling Star ferningnum (10/30) kannski vegna þess að það er sama konan sem hannaði báða ferninga.

Yndislegt að vera loksin búin með þetta verkefni!


29/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Ég ruglaðist e-ð í röðinni undir lokin og því varð þetta ferningur númer 30 en ekki 29 eins og hann átti að vera.

Ég hélt ég myndi ALDREI ná að klára að hekla hann. Veit ekki hvort það er afþví að hann var seinasti ferningurinn og ég orðin frekar þreytt á þessum ferningum mínum eða vegna þess að uppskriftin gekk ekki upp.

Þegar ég var komin í 8. umferð fór allt til fjandans. Þetta ætlaði bara ekki að ganga upp. Ég skildi ekki uppskriftina nógu vel og ég gat ekki séð frá myndunum heldur hvað ég var að gera vitlaust. Ég fattaði það að lokum…þegar ég var ekki alveg jafn pirruð. En þó ég hafi verið í ruglinu þá gekk uppskriftin samt ekki upp. Í henni stóð 24 loftlykkjubogar en ég endaði alltaf með 36 sama hvað ég gerði.

Þrátt fyrir óþolinmæði mína og villur þá náði ég loks að klára hann. Og hann kemur bara ágætlega út.


27/30Garn: Kambgarn

Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216), Tómatrauður (0917)
Nál: 3,5 mm


Kræst hvað það var glatað að hekla þennan ferning! Ekki afþví að hann er ljótur heldur vegna þess að leiðbeiningarnar voru svo skelfilega skrifaðar. Ef það hefðu ekki verið myndir af ferningnum skref fyrir skref þá hefði ég ekki getað heklað hann.


Eins og ég segi þá leiðist mér svo svakalega þegar það er verið að senda mann upp og niður eftir uppskriftinni til að sjá hvað e-ð þýðir. Er ég ein um það? Eins og í annarri umferð þá segir hún „Gerðu horn“ og til að sjá hvað horn er þarf ég að fara efst í skjalið. Hvað er horn? 3 stuðlar, 2 loflykkjur, 3 stuðlar í sömu lykkju. Afhverju ekki að skrifa það bara?


Anywho. Breytti seinustu umferðunum því mér fannst og mikið að hafa 3-4 umferðar af bláum stuðlum í lokin. Eftir á að hyggja var það kannski aðeins of mikið að bæta þessum rauðu ‘clusters’ í lokin.


26/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Tómatrauður (0917), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm

Ég er virkilega að fíla þennan. Mynstrið og litirnir smella saman á yndislegan máta. Fínasti ferningur í framkvæmd, hef ekkert út á hann að setja. Breyttu seinustu tveim umferðum í hálfstuðla svo ég gæti endað á rauðum og hvítum en haldið réttri stærð.


25/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Gallablár (0942), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm

Finnst þetta skemmtilega öðrvísi ferningur. Og þó þetta eigi víst að vera blóm þá finnst mér bláau litirnir sóma sér vel saman í honum. Þurfti þó að sleppa hluta uppskriftarinnar þar sem ferningurinn var alltof stór.


23/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Vatnsblár (1216)
Nál: 3,5 mm

Ég elska elska þennan ferning. Þessi er alveg uppáhalds. Finnst hann frekar mikið töff. Svona eins og fönkí ömmu hekl. Ferningurinn var ekki nógu stór svo ég bætti við 2 eða 3 umferðum til að stækka hann.

Æði! Mæli með honum! Held ég eigi pottþétt eftir að hekla hann aftur.


22/30Garn: Kambgarn
Litir: Hvítur (0051), Gallablár (0942)
Nál: 3,5 mm

Fínasti ferningur. Breytti samt helling í honum. Gekk erfiðlega að finna lykkjurnar í miðju hringnum því ég var með svo dökkan lit. Eru það ellimerki? Svo ég heklaði bara í þær lykkjur sem ég sá og passði bara að loka stuðlafjöldinn væri réttur. Einnig breytti ég til í laufblaðaumferðinni og umferðunum eftir það því ferningurinn varð of stór.