Klárað í janúar

Ég setti mér óformleg markmið varðandi handavinnu fyrir árið 2014. Eftir bestu getu ætla ég að klára þau verkefni sem ég byrja á. Ég er nefninlega alltof gjörn á að byrja á nýjum verkefnum áður en ég klára þau sem ég er byrjuð á. Þessi ókláruðu safnast svo saman og klárast aldrei. Einnig ætla ég að fara eftir fleiri uppskriftum. Lífið verður svo leiðinlegt ef maður er ekki að læra neitt nýtt. Og vel skrifaðar hekl uppskriftir að skemmtilegum verkefnum kenna manni nýjar aðferðir og tækni.

Þessi færsla er því um öll verkefnin sem ég heklaði eftir uppskriftum og kláraði í janúar. Alveg óvart eru allar flíkurnar bleikar. Kem upp um hversu hrifin ég er af bleiku.

***

Mustard Bow Dress handa Þulu Björg
Uppskrift: Mon Petit Violon
Garn: Drops Merino Extra Fine, Föndra
Magn: 4 dokkur
Nál: 5 mm

Æðislegur kjóll. Hef aldrei heklað kjól áður og er mjög ánægð með útkomuna. Var þó alveg heillengi að finna út heklfestu samkvæmt uppskriftinni og var orðin frekar pirruð. Uppskriftin sagði nál nr. 3,25 en ég endaði á að nota nál nr. 5 og hefði getað farið stærra. Langar samt að gera annan kjól handa Maíu minni.

image

image

***

Þumalínur handa Heiðu
Uppskrift: María heklbók
Garn: Dale Freestyle, A4
Magn: 3 dokkur í 2 pör af vettlingum
Nál: 5,5 mm & 6 mm

Skemmtilegir vettlingar og fljótheklaðir. Vanir heklarar gætu klárað eitt par á kvöldstund. Ég kláraði par á tveim kvöldstundum með ungabarn á arminum. Uppskriftin mælir með Léttlopa en ég er ekki nógu hrifin af lopanum svo ég keypti Freestyle garnið frá Dale og það kemur æðislega vel út í þessum vettlingum. Svo er það til í svo flottum litum. Heklaði seinni parið með aðeins stærri nál og því eru þeir stærri.

image

image

***

Dragonfly Slouch Hat handa Aþenu og Stínu
Uppskrift: Tara Murray Designs
Garn: Dale Baby Ull, A4
Magn: 1 dokka í hvora húfu
Nál: 3,75 mm

Tara bloggar undir nafninu Mamachee og hannar alveg virkilega skemmtilegar flíkur. Ég er alltaf að sjá nýjar myndir frá henni og langar að hekla en aldrei látið verða af því. Þegar ég sá þessa húfu sló ég loks til og keypti uppskriftina. Ég var mjög fljót að hekla húfurnar enda uppskriftin vel skrifuð. Aþena tekur sig vel út með sína húfu sem hún fékk í afmælisgjöf.

image

image

image

Bleikar-hekl-kveðjur
Elín c“,)

Heklaður dúkur

Ég heklaði þennan dúk í jólagjöf handa sænsku fósturforeldrum mannsins míns, en þau heimsóttu okkur yfir áramótin.

017

Uppskrift: Fann ég hér á Pinterest.
Garn: Heklgarn úr Litlu Prjónabúðinni
Nál: 1,75 mm

019

Þegar ég sá heklgarnið í Litlu Prjónabúðinni og litaúrvalið þá langaði mig til þess að kaupa dokku af hverjum lit.
Ég náði að hemja mig og varð þessi fallegi fjólublái litur fyrir valinu.

Mamma hló að mér og sagði að venjulega er verkefnið valið fyrst
en ég vel mér fyrst garn og finn svo út hvað ég get gert úr því.

185

Þegar ég var að hekla dúk í fyrsta sinn fór það alveg afskaplega í taugarnar
á mér að hann skildi vera svona krumpaður.
Ég hélt að jafnvel væri ég að gera eitthvað vitlaust.
En það er partur af programmet að strekkja og forma heklaða dúka.

186

Því langaði mig til að skella með myndum af því hvernig dúkurinn leit út fyrir…

187

…og á meðan hann var í mótun.
Til þess að móta hann notaði ég einfaldlega vatn og lét hann þorna.
Þannig heldur hann lögun sinni og er mjúkur.

022

Við hjónin saumuðum einnig út þessa mynd handa Svíunum.
Maðurinn minn komst að því fyrir jólin að hann hefði gaman af því að sauma út og er þetta þriðja myndin hans.
Hann saumaði út stafina en ég saumaði út borðana.

024

Þetta er sænska og myndi þýðast á íslensku: Þar sem rassinn hvílir þar er heimilið.
En sú setning er í uppáhaldi hjá mér.

Ef þig langar að sauma út þinn eigin texta þá mæli ég með þessari síðu Stitch Point.

Það verður svo að fylgja sögunni að Svíarnir voru hæstánægð með gjafirnar.

Elín c“,)

Silkitoppur – hekluð djöflahúfa

image

Uppskrift: María heklbók
Garn: Silkbloom úr Ömmu Mús
Nál: 3 mm

Mig hefur svo lengi langað að kaupa þetta garn en ekki tímt því nema að hafa ákveðið verkefni í huga. Þegar ég sá þessa húfu þá var ég ekki lengi að hlaupa út í búð og kaupa það.

Mér fannst örlítið flókið að þurfa að telja svona mikið í upphafi uppskriftar en ég var ekki lengi að finna taktinn í talningunni og þá var þetta ekkert mál.

Húfan er í stærð 6 – 12 mánaða og því er hún enn of stór. Maía verður fín með hana í sumar.

Hekl kveðja
Elín

Annáll 2013

Árið 2013 var viðburðaríkt og skemmtilegt hjá okkur mæðgum og Handverkskúnst. Við sinntum handavinnu allt árið, en aðeins brot af því lenti á blogginu. Við settum inn þónokkrar uppskriftir á bloggið bæði fríar og til sölu sem fellu vel í kramið. Námskeiðin okkar gengu glimmrandi vel og voru vel sótt.

Við erum ekkert nema sáttar og erum mjög spenntar fyrir því sem nýja árið hefur að bjóða.
Þessi annáll er samantekt á því sem við mæðgur blogguðum um á árinu.
Við þökkum samfylgdina og vonumst til að þið haldið áfram að kíkja á okkur.

Elín (sem skrifar) & Guðrún

Janúar

Ég lagði í verkefnið mitt 30 heklaðir ferningar á 30 dögum. Það tókst og varð afraksturinn þessi.

30/30 - samantekt

Ég stofnaði einnig grúppuna Ferningaför 2013 þar sem markmiðið var að hekla 1-4 ferninga í hverjum mánuði. Framan af gekk það vel en ég gafst þó upp eftir maí mánuð. Eiginlega búin að fá nóg af ferningum í bili.

Ferningafjör (mars) 2013

Febrúar

Ég heklaði mína fyrstu amigurumi fígúru. Kolkrabbinn vakti mikla lukku hjá Móra mínum. Uppskriftina er að finna í bókinni Heklað fyrir smáfólkið.

Hanni Kolkrabbi

Mars

Ég keypti tvo kolla í Góða Hirðinum og heklaði á þá sessur. Einn kollur handa Móra og annar fyrir Aþenu frænku.

Næsti kollur takk

Ég byrjaði að hekla tvöfalt hekl og líkaði frekar vel.

Tvöfalt hekl

Maí

Við mamma tókum þá ákvörðun að blogga saman undir nafninu Handverkskúnst. Allt efni af síðunni Handóð færðist hingað.

Dundur

Mamma bloggaði í fyrsta sinn og setti inn fría uppskrift af þessari prjónuðu lambhúshettu.

lambúshetta

Júní

Ég fann þennan æðislega dúk í Góða Hirðinum og gerði afrit. Finnst þeir frekar flottir.

014

Mamma hefur prjónað heilan helling af sjölum og bloggaði um þau.

wingspan

Mamma prjónaði peysur og kórónu húfur á ömmugullin. Uppskriftin af húfunum er fríkeypis á síðunni okkar.

024 copy

Júlí

Ég byrjaði að hekla teppi handa ófæddri dóttur minni.

6umf

Ég heklaði krukku handa Þorvaldi lita vini mínum sem vildi svo eignast eina slíka.

008

Ágúst

Við fjölskyldan máluðum með garni. Fín leið til að nýta garnenda sem er annars hent.

077 copy

Við mamma tókum þátt í því að graffa Hlemm á Menningarnótt.

133 copy

Ég átti helling af hekli í skúffunum. Verkefni sem hafði verið byrjað á en aldrei klárað.

wpid-IMG_20130811_125339.jpg

Mamma skellti inn fríum prjónauppskriftum að kaðlahúfu, lambhúshettu og kraga fyrir börn í stað trefils.

045 (1)

September

Ég fékk Mikael til að lita garn með matarlitum.

092 copy

Ég heklaði svo jólasokka á litlu systur úr garninu.

001 copy

Október

Mamma setti inn nokkrar myndir af tvöfalda prjóninu sem hún hefur verið að hamast við að prjóna yfir árið.

peysan

Ég byrjaði í útsaumsáfanga í skólanum og saumaði út eins og vindurinn í október. Hef þó ekki enn náð að mynda það allt saman.

wpid-20130920_131021.jpg

Nóvember

Bloggaði um teppið sem ég heklaði á tveim vikum á meðan ég var rúmliggjandi vegna meðgöngunnar.

055

Maía mín fæddist. Hér er hún með teppinu sem ég heklaði handa henni.

031

Desember

Mamma bloggaði um jólagjafirnar sem hún prjónaði þetta árið.

Gissurs vettlingar Dale falk prjónar nr. 3,5

Og ég bloggaði um sokkana sem ég heklaði og gaf í jólagjöf.

145

Heklaðir sportsokkar

Fyrir jólin í ár gerðist ég svo fræg að hekla sokka. Ekki bara eitt par heldur þrjú! Mig hefur lengi langað til að hekla sokka og þegar ég sá þessa sokka í Maríu heklbók – og leist vel á – þá varð ég mjög kát.  Sokkapörin fengu systur mínar og systurdóttir.

038

Ég var þó í dálitla stund að komast af stað í sokkagerðinni.Samkvæmt uppskrift á að nota heklunálar nr. 2,5 og 3 en ég hekla fast (greinilega alveg svakalega fast) að ég varð að nota nál nr. 4. Samt voru sokkarnir ekki alveg nógu stórir hjá mér svo ég varð að gera stærri gerðina af sokkum sem eru samkvæmt bókinni fyrir breiða kálfa þó svo að systur mínar séu með netta kálfa. Ég vildi að sokkarnir næðu upp að hnjám og því lengdi ég þá um heilar 15 umferðir. Samt hefði ég verið til í að hafa þá enn hærri.

Í litlu sokkana notaði ég nál nr. 3,5 og heklaði smærri gerðina af sokkum. Ég fækkaði um nokkrar umferðir í þessum sokkum til að þeir myndu passa.

Garnið finnst mér einstaklega skemmtilegt og virka vel í þessa sokka. Garnið heitir Mayflower Divine og var keypt í Rósu ömmu. Það fóru 2 og 1/2 dokka í þessi þrjú sokkapör.

145

Systur, frænkur og mæðgur saman í sokkunum.

146

Mér finnst það voða krúttað að eiga svona litla sokka í stíl við þá stærri.

147

148

149

Ég er mjög sátt við sokkana og finnst þeir frekar flottir. Ég vona að systur mínar hafi góð not fyrir þá.

Hátíðar-hekl-kveðjur
Elín