Prjónar þú lopapeysu?

Þó svo að ég hafi prjónað frá unga aldri hefur lopinn aldrei verið vinsæll á prjónunum hjá mér og skildi ég ekki hvað allir voru að prjóna þessar lopapeysur. Ég heillaðist ekki af peysunum fyrir mig persónulega en ólst upp við það að mamma og fleiri húsmæður í blokkinni prjónuðu og prjónuðu heilu peysurnar á dag og tóku síðan strætó í Rammagerðina og fengu greitt fyrir. Í þá daga var vinnan ekki mikilsmetin frekar en hún er í dag, eftir því sem ég hef heyrt (þetta er bara mín skoðun).

Fyrsta lopastykkið sem ég prjónaði var kjóll á elstu dóttur mína, fannst kjóllinn svo fallegur en barnið svitnaði þessi ósköp í kjólnum og klæjaði svo þar við sat, ekki meiri lopi keyptur fyrir mína prjóna í mörg ár.

Elín 1984

Elín Kristín árið 1984 í lopakjólnum góða.

Viðhorf mitt breyttist samt snögglega þegar ég sá fyrst lopapeysur hannaðar af Guðbjörgu í Prjónakistunni minnir að það hafi verið árið 2010.

litlar lopapeysur

Birta – smábarnapeysur (hönnun Guðbjörg Dóra)

Þær voru svo fallegar að mig langaði bara að prjóna þær til að prjóna þær. Takk Guðbjörg Dóra fyrir að hanna og selja svona fallegar uppskriftir af lopapeysum.

Lopapeya

Þoka, prjónuð lokuð en uppskriftin er fyrir opna peysu. (hönnun Guðbjörg Dóra)

20121108_143007

Þoka með rennilás, annar litur sem eigandi valdi sér, (hönnun Guðbjörg Dóra)

il_570xN.190993146

Hret, herrapeysa (hönnun Guðbjörg Dóra)

Það reyndist bara gaman að prjóna úr plötulopa og einbandi nú eða léttlopa svo ég endaði á að prjóna á dætur mínar, frænkur og frændur.

20120830_130458

Saga, þetta munstur er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég prjónað hana einnig opna með hettu (hönnun Guðbjörg Dóra)

lopapeysa

Hrím, fyrsta lopapeysan sem ég prjónaði eftir Guðbjörgu Dóru

Sumir alsælir með sínar peysur en einn lítill frændi minn fann strax að peysan stakk svo í dag prjóna ég helst hálsmálið úr kambgarni fyrir þau litlu og er það mun betra.

khh lopapeysaPeysan Verur úr Lopa 29. Þessi hefur verið pöntuð nokkuð í herrastærðum svo munstrið er að falla vel í karlmenn

Jon lopapeysa

Peysan Jón úr Lopa 31 prjónuð á frænda minn sem valdi litina í hana

100_2443

100_2444

Stína í nýrri peysu, prjónuð úr tvöföldum lopa. Munstur frá Ístex úr gömlum einblöðungi

100_2433

Peysa á Micha frænda, sama munstur aðrir litir

20130710_140525

Þessi er prufupeysa þar sem ég setti kambgarn í hálsmálið, mun þægilegra og stingur ekki

dora lopapeysa

Þessi Dóru peysa bíður eftir eiganda, langaði svo að prjóna hana. Uppskrift frá Prjónafjör

Peya á Angelu

Að lokum ein sem hefur verið afskaplega vinsæl í Færeyjum. Prjónaði þessa á frænkur mínar í Færeyjum og Danmörku úr léttlopa.

Maður lærir svo lengi sem maður lifir og lopinn er afskaplega vinsæll á Íslandi og útlendingar mjög hrifnir af peysunum okkar. Ég er ánægð með að hafa byrjað að prjóna úr lopa eftir fyrstu reynslu mína af kjólnum góða (árið 1984). Ég nota í dag mest Kambgarn en í hverju Lopablaði sem kemur út sé ég einhverja flík sem mig langar að prjóna svo hver veit, einn daginn verð ég kannski prjónandi úr lopa eins og enginn sé morgundagurinn 🙂

Með lopakveðju – Guðrún María

Veturinn nálgast – frí uppskrift

Þegar verslunarmannahelgin er liðin hringir alltaf bjalla hjá mér, nú fer haustið að nálgast og ekki seinna að vænna en að fara að huga að hlýrri fatnaði á börnin. Hér áður fyrr prjónaði ég alltaf nýja peysur, húfur, sokka og vettlinga á börnin mín fyrir leikskólann eða skólann en nú eru þau vaxin upp og þá taka barnabörnin við mér til mikillar gleði.

Aþena og Móri eru svo heppin að amma þeirra prjónar og prjónar á þau. Reyndar prjóna ég ekki allt sem mig langar til þar sem þau komast ekki yfir að nota allt saman en lítil prinsessa á leiðinni svo hún fær eitthvað af því sem ég hef ekki prjónað enn á hin, mikil gleði hjá ömmu.

Elín dóttir mín var búin að panta handa Móra (áður en hann fæddist) lambhúshettu og vettlinga í stíl sem hún sá í Navia blaði. Ég keypti því uppskriftina og garn í ferð minni til Færeyja í fyrra og nú er settið tilbúið fyrir litla manninn.

024 (1)

Auðvitað fékk Aþena líka

018

Þessi sett eru prjónuð úr Navia Duo, sem er ágætis garn frá Færeyjum og ullin stingur ekki.

Svo var ég um daginn á Selfossi og koma við í Hannyrðabúðinni og keypti mér sokkagarn sem heitir Hot Socks.

Hot Socks garn

Var búin að sjá sokka prjónaða úr þessu garni og langaði svo að prjóna sokka úr því. Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að prjóna sokkana með köðlum, gatamunstri eða alveg slétta en þetta varð niðurstaðan. Aþena bleika með gatamunstri en Móri bláa með stroffi og gatamuntri á rist. Bara sátt við þessa sokka, en þau þurfa nú sennilega þykkari sokka svona yfir háveturinn ef þau verða mikið úti að leika…samt sem áður alltaf gaman að eiga fallega sokka.

Sokkar á AR og MM 2013

20130826_125205

Nú þar sem ég var komin í prjónahlé frá öðru verkefni og farin að prjóna á krílin, þá prjónaði ég þessa húfu á Aþenu einnig en ég sá þessa á Ravelry (heitir Polku-myssy) fyrir nokkru síðan og hún var alltaf á dagskrá. Ég notaði Navia Duo og prjóna nr. 4 og fékk þá passlega húfu á ca 2ja ára. Einföld húfa að prjóna og skemmtilegt kaðlamunstur á henni.

045 (1)

Svona í lokin eitthvað sem nauðsynlegt er að eiga á börnin, laus kragi í stað trefils.

ekki kalt í vetur

Ef þig langar til að prjóna eitthvað af þessu sem ég er búin að sýna ykkur þá eru uppskriftir hér á íslensku í PDF skjali:

Lambhúshetta og vettlingar í boði Navia

Kaðlahúfan Polku-myssy e. Pia Tuononen

Laus kragi í stað trefils

– Móra sokkar, notaði þetta munstur á ristina, er með 48 l í stroffi og endaði með 41 lykkju á fæti.

– Aþenu sokkar, þar studdist ég við þessa uppskrift  en hún er á ensku. Fitjaði upp 56 lykkjur á prjóna nr. 3, leggurinn er 14 cm

Sælir séu einfaldir…

…því þeir munu hamingjuna finna.

Ég átti alveg hreint frábæran dag í dag. Í dag var fyrsti dagurinn sem Móri minn var einn á leikskólanum og átti ég því smá frí. Við Móri höfum verið heima saman síðan í lok júní og þó við höfum átt margar góðar stundir saman þá er stundum fínt að fá smá pásu. Þið sem eruð foreldrar þekkið hvað það er nauðsynlegt að eiga reglulega fullorðins tíma.

image

En fríið frá Móra mínum var nú ekki það sem gerði daginn svona rosalega skemmtilegan. Eftir að hafa skutlað honum á leikskólann og kíkt í kaffi til mömmu þá fór ég heim. Heima lögðumst við Mikael í litun. Litun á garni. Ég litaði garn með bláberjum sem á að nota í sjal. Mikael litaði garn með matarlit og stendur til að nota það garn í sokka handa litlu systur.

image

Næst skellti ég mér í Góða Hirðinn sem er algerlega uppáhalds búðin mín. Svona allavega þegar ég finn flotta hluti þar. Í dag fann ég tvo útsaumaða púða sem eru hreint út sagt frábærir. Mynstrin og litirnir eru mér að skapi. Þeir kostuðu bara 1000 kall saman.

image

Ég sá líka flotta heklaða pottaleppa. En um leið og ég rak augun í þá greip konan við hliðin á mér þá. Henni hefur litist jafn vel á þá og mér því hún ákvað að kaupa þá. Hún var þó svo almennileg að leyfa mér að skoða þá og mynda. Ég hef aldrei séð svona áður og elska að sjá nýtt hekl.

image

Til að toppa daginn þá áskotnaðist okkur mæðgum gamalt þýskt heklblað og eintak af Færeysku Prjónamynstursbókinni. Gömlu útgáfunni sem kom út 1949. Amma á svona bók og ég hef flett henni og dáðst af mynstrunum síðan ég var unglingur. Þessi bók er alger dýrgripur.

image

Eftir langan og góðan dag er mín svo sest niður fyrir framan sjónvarpið með yoyo ís og sjalið sem ég er að hekla. Svona er mar fjölhæfur.

image

Vona að þið hafið átt góðan dag líka
Elín c“,)

Innblástur frá Færeyjum

Í ferð minni til Færeyja síðast sumar eyddi ég dágóðum tíma í að skoða garnbúðir og stúdera munstur þeirra Færeyinga. Rautt og svart er aðallitur í kvenmannspeysu við færeyska búininginn, sem er afskaplega fallegur og litríkur en það eru þó að koma inn aðrir litir og fleiri útfærslur af búningnum.

4007783175_8f4b1e52f9

Mynd frá http://www.flickriver.com/photos/purkil/

Það var aftur á móti þessi peysa sem ég sá sem á Facebook síðunni „Facebook bindiklubbur“ sem var kveikjan að þessum vettlingum sem ég prjónaði í ferðinni minni.

færeysk peysa

Mynd frá Karina Petersen

Einstaklega falleg peysa og mikil vinna við að prjóna hana á prjóna nr. 2,5. Ég ætla mér að prjóna hana einn daginn en á bara eftir að finna einhvern sem langar að eiga hana 🙂

Það skemmtilega við Færeyinga er hvað þeir eru duglegir að raða saman munstrum og eru litaglaðir sem ég elska því ég er svo litaglöð og hef gaman af líflegum flíkum sérstaklega á börn.

Galli Aþena munstur1

Mynd frá Facebook bindiklubbur

Læt hér fylgja með uppskriftina af vettlingunum fyrir þær ykkar sem vilja en þessir vettlingar hafa vakið mikla athygli og hrifningu í vetur.

vettlingar

Uppskriftin á pdf-formi

Kveðja

Guðrún María