Silkitoppur – hekluð djöflahúfa

image

Uppskrift: María heklbók
Garn: Silkbloom úr Ömmu Mús
Nál: 3 mm

Mig hefur svo lengi langað að kaupa þetta garn en ekki tímt því nema að hafa ákveðið verkefni í huga. Þegar ég sá þessa húfu þá var ég ekki lengi að hlaupa út í búð og kaupa það.

Mér fannst örlítið flókið að þurfa að telja svona mikið í upphafi uppskriftar en ég var ekki lengi að finna taktinn í talningunni og þá var þetta ekkert mál.

Húfan er í stærð 6 – 12 mánaða og því er hún enn of stór. Maía verður fín með hana í sumar.

Hekl kveðja
Elín

Heklaðir sportsokkar

Fyrir jólin í ár gerðist ég svo fræg að hekla sokka. Ekki bara eitt par heldur þrjú! Mig hefur lengi langað til að hekla sokka og þegar ég sá þessa sokka í Maríu heklbók – og leist vel á – þá varð ég mjög kát.  Sokkapörin fengu systur mínar og systurdóttir.

038

Ég var þó í dálitla stund að komast af stað í sokkagerðinni.Samkvæmt uppskrift á að nota heklunálar nr. 2,5 og 3 en ég hekla fast (greinilega alveg svakalega fast) að ég varð að nota nál nr. 4. Samt voru sokkarnir ekki alveg nógu stórir hjá mér svo ég varð að gera stærri gerðina af sokkum sem eru samkvæmt bókinni fyrir breiða kálfa þó svo að systur mínar séu með netta kálfa. Ég vildi að sokkarnir næðu upp að hnjám og því lengdi ég þá um heilar 15 umferðir. Samt hefði ég verið til í að hafa þá enn hærri.

Í litlu sokkana notaði ég nál nr. 3,5 og heklaði smærri gerðina af sokkum. Ég fækkaði um nokkrar umferðir í þessum sokkum til að þeir myndu passa.

Garnið finnst mér einstaklega skemmtilegt og virka vel í þessa sokka. Garnið heitir Mayflower Divine og var keypt í Rósu ömmu. Það fóru 2 og 1/2 dokka í þessi þrjú sokkapör.

145

Systur, frænkur og mæðgur saman í sokkunum.

146

Mér finnst það voða krúttað að eiga svona litla sokka í stíl við þá stærri.

147

148

149

Ég er mjög sátt við sokkana og finnst þeir frekar flottir. Ég vona að systur mínar hafi góð not fyrir þá.

Hátíðar-hekl-kveðjur
Elín

Jólagjöf til þín

**** Frábær þátttaka og allir sem kvittuðu fyrir kl. 16 í dag fá uppskrift senda í kvöld **** 

Tíminn flýgur og jólin eru að koma, þegar ég hef skemmtileg verkefni á prjónunum þá gleymi ég tímanum alveg og hann bara líður hratt áfram.

jolabjollur ekg2

Þessi 35 ljósa sería hangir hjá Elínu enda hún handóð og helkar út í eitt ❤

Um helgina fór ég í Húsasmiðjuna og fann loksins ljósaseríu sem er lengja ekki hringur svo loksins gat ég komið prjónuðu og hekluðu bjöllunum mínum fallega fyrir 🙂

jólabjollur GMG

Serían mín komin í gluggann

Eins og margir vita þá gefa þessar bjöllur fallega birtu frá sér og það er svo notalegt að hafa þær hangandi í glugganum. Svo af því að það eru að koma jól langar mig að leyfa sem flestum að njóta þess að hafa prjónaðar bjöllur á sinni ljósaseríu og ætla nú að gefa ykkur uppskrift af tveimur þeirra 🙂

jolabjollur GMG3

Heklaðar og prjónaðar bjöllur saman á seríu

jolabjollur ekg

Hekluðu bjöllurnar hennar Elínar

Ég er mjög litaglöð kona og þess vegna þykir mér marglit sería afskaplega falleg með bjöllum á en þar sem ég ætla að hafa mína uppi í allan vetur hafði ég glæra seríu

hekluð sería frá EKG

Langar þig í bjölluuppskrift af tveimur prjónuðum bjöllum?  Mér þykir afskaplega gaman að gleðja aðra svo það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á póstlistann okkar með því að skilja eftir netfang þitt hér fyrir neðan eða á Facebook síðunni okkar frá kl. 14-16 í dag 17. desember  (það kemur fram kl. hvað þú skilur eftir netfangið svo ég mun fara eftir því).  Ég mun senda ykkur uppskriftina í tölvupósti.

**** Athugið að þessi gjöf er eingöngu í gangi frá kl. 14-16 í dag ****

Jólakveðja
Guðrún María

Allt er þegar þrennt er

Mánudaginn 18. nóvember fæddist litla prinsessan mín.
Fæðingin gekk ótrúlega vel og heilsast okkur mæðgum vel.
Daman var í fínni stærð, 15 merkur og 54 cm.
Þessi vika hefur því farið í að slappa sem best af og læra.
Teppið sem ég heklaði handa henni hefur komið að góðum notum
og fer prinsessunni rosalega vel þótt ég segi sjálf frá.

Litla stúlkan okkar hefur verið nefnd og gáfum við henni nafnið
maia

031

Móri tekur systur sinni svo vel. Mun betur en við þorðum að vona.
Hann er alltaf að tékka á henni, knúsa hana og kyssa.

010

Móri litar garn

Honum Móra hefur fundist hann eitthvað útundan þegar við Mikael vorum að lita garn um daginn. Í morgun tók hann upp á því að lita smá garn sjálfur með kókómjólk. Svo hefur hann fundið út að garnið væri fínasta snuddu geymsla.

image

image

image

image

Svona gerist þegar mömmur ganga ekki frá garninu sínu á góðan stað.

María heklbók – útgáfuteiti

Við mæðgur fórum í útgáfuteiti Maríu heklbókar sem var haldið í Mál og Menningu í gær.
Búið var að klæða loftið með hekluðum Kríum og var það einstaklega vel heppnað.

image

Mér fannst smá erfitt að ná góðri mynd af Kríuhafinu.
Máltækið „sjón er sögu ríkari“ á svo sannarlega vel við hér.

image

Tinna áritaði fyrir mig eintak. Það er alltaf gaman að eiga áritað eintak af bók.

image

Mér líst bara vel á hana Maríu. Mér finnst töff að hún sé í stíl við „systir sína“ Þóru.
Ég myndi einnig segja að það séu fleiri verkefni sem höfða til mín í Maríu en Þóru.
Ég er að hugsa um að byrja á að hekla ungbarnahúfuna og ungbarnanærbolinn.
Svo finnst mér stórustrákapeysan spennandi líka. Og dömusokkarnir. Og eitt eyrnaband.
Svona meðal annars…

image

Ég varð smá klökk þegar ég sá að bókin er tileinkuð sonum hennar Tinnu,
sem báðir áttu að heita María.
Óléttuhormónarnir mínir gera mig afskaplega væmna fyrir öllu svona um þessar mundir.

Hekl-kveðjur
Elín

 

Endalausir endar

Þá er ég loksins búin að ganga frá endunum á ferningunum mínum. Var ekki viss um að ég myndi komast í gegnum þetta.

Þessi ferningur bauð ekki upp á að hekla yfir endana og ganga þannig frá þeim jafnóðum. Því sat ég uppi með endalausa enda. Ég reiknaði út að þetta hafi verið 980 endar.

Mér finnst ég hafa verið heila eilífð að þessu en ég er búin að vera næstum jafn lengi að ganga frá endunum og ég var að hekla ferningana sjálfa.

Mamma hefur minnt mig á að ég sé ekki búin að vera lengi með teppið, byrjaði á því 9. júlí. Ég er greinilega ekki þolinmóðari en þetta.

image

image

Er súper spennt fyrir því að sauma ferningana saman og hekla utan um teppið.

Símakveðjur
Elín

Krukkan hans Þorvalds

Þetta er Þorvaldur. Hann er 3 og 1/2 árs.
Og þetta er Þorvaldur með gleðibros og nýju krukkuna sína.

Þorvaldur fær límmiða þegar hann er duglegur að fara að hátta og þegar hann er kominn með nokkra límmiða fær hann að velja sér verðlaun. Fyrstu verðlaunin sem hann bað um að fá var hekluð krukka til að hafa sem næturljós.

Mér fannst þetta of sætt hjá honum og var meira en til í að hekla handa honum bláa krukku.

008

Þorvaldur og mamma hans komu svo í heimsókn í dag að sækja krukkuna hans. Þorvaldur var svo ánægður með krukkuna að hann vildi strax fara heim að sofa.

Krukku-kveðjur
Elín c“,)

Peysu bölvunin

Peysu bölvunin er að sögn internetsins þekkt fyrirbæri á meðal prjónara. En hvað er peysu bölvunin? Það er sú trú að ef prjónari prjónar peysu á kærasta verði prjónarunum sagt upp…jafnvel áður en peysan er tilbúin. Sumir prjónarar segja einu leiðina tilað verða ekki fyrir bölvuninni sé að prjóna enga flík á kærastann fyrr en að gengið er í hjónaband.

Í könnun sem var gerð 2005 sögðust 15% prjónara hafa upplifað bölvunina og 41% prjónara álitu að bölvunina bæri að taka alvarlega.

 

knittingcurse3

Þrátt fyrir að orðið bölvun sé notað er bölvunin ekki álitin yfirnáttúrulegt fyrirbæri heldur félagsleg gryfja sem prjónurum ber að varast að falla í.
Ástæður fyrir sambandsslitum eftir peysuprjón geta verið nokkrar.

  • Óheppileg tímasetning: Það tekur of langan tíma að prjóna peysuna og sambandið rennur sitt skeið áður en peysan er tilbúin.
  • Lokaúrræði: Prjónarinn skynjar að sambandinu gæti verið að ljúka og prjónar peysu handa kærastanum sem tilraun til að bjarga sambandinu.
  • Of mikið of snemma: Að prjóna peysu tekur tíma og mikla vinnu. Slíkur áhugi gæti reynst of mikið fyrir nýtt samband.
  • Smekkleysa: Kærastinn er ekki fyrir að ganga í prjónuðum flíkum og finnst óþægilegt að fá slíka gjöf því hann vill ekki ganga í peysinni. Kærastinn upplifir þrýsting frá prjónaranum, þrýstingurinn verður of mikill og sambandið þolir ekki togstreituna.
  • Vanþakklæti: Prjónarinn er er stolt af peysunni sem hún gaf og finnur til gremju þegar kærastinn sýnir ekki nægilegt þakklæti. Gremjan eitrar sambandið.

Heimildir fengnar af Wikipedia.

knittingcurse2

Fyrir mér er þetta ekki flókið. Ef samband þolir ekki prjónaða peysu þá var sambandinu ekki ætlað að verða. Ég hugsa (og kærastinn minn er sammála) að ef kærastinn er nógu hrifin þá er ein peysa ekki að fara að láta hann missa áhugann.

Gott ráð er þó að hafa kærastann með í ráðum. Bera mynstur og litaval undir hann áður en hafist er handa. Þannig getur prjónarinn verið viss um að peysan falli í góðan jarðveg og verði notuð eins og vera ber.

knittingcurse1

Prjóna-kveðjur
Elín c“,)

Á Þjóðminjasafninu

Við mæðgur skelltum okkur á Þjóðminjasafnið í dag. Þar eru í gangi tvær sýningar sem vöktu áhuga okkar – Heimilisiðnaðarfélag Íslands í eina öld og Kónguló.

Kónguló er lítil en skemmtileg sýning. Á henni eru þríhyrnur, langsjöl og vettlingar…sem og jurtalitað band. Sýningin er virkilega skemmtilega sett upp.

thj

thj2

thj3

Sýningin Heimilisiðnaðarfélag Íslands í eina öld var satt að segja vonbrigði. Við bjuggumst við miklum töfrum þar sem um Heimilisiðnaðarfélag Íslands var að ræða. En sýningin samanstóð af gömlum forsíðum af tímaritinu Hugur og hönd og fjórum Lopapeysum. Forsíðurnar var ekki hægt að skoða því það var hljómsveit að spila á safninu sem var staðsett akkurat fyrir framan þær. Lopapeysan sem var til sýnis er hönnuð af Védísi Jónsdóttur og var í fjórum mismunandi útgáfum.

Þessar peysur sína vel hvað litaval geta haft mikið að segja um það hvernig mynstrið kemur út. Persónulega finnst mér mynstrið njóta sín best í hvítu peysunni.

thj4

Hægt að skoða sýninguna Kónguló á safninu til 25. nóvember 2013 en hin sýningin klárast á morgun.

Safnkveðjur
Elín c“,)