Jólagjafaprjónið

Nú þegar allir hafa opnað jólagjafirnar er óhætt að setja inn á netið myndir af því sem prjónað var. Ég prjónaði nánast allar gjafirnar fyrir jólin í fyrra en í ár prjónaði ég bara 4 gjafir. Þær féllu vel í kramið og ég er alltaf glöð þegar ég sé að rétt var valið hjá mér fyrir viðkomandi einstakling og gjöfin verður notuð 🙂

Ég sá á einni norskri Facebook síðu um daginn spurningu sem ein kona setti inn. Hún spurði hópinn hvort þær héldu nú ekki að ættingjar þeirra væru orðnir þreyttir á að fá þessar handprjónuðu gjafir frá þeim? Ég vona að mínir ættingjar og vinir láti mig nú vita ef þeim þykir nóg um en það er bara að mínu mati alltaf gott að fá hlýja húfu eða vettlinga svo ég tali nú ekki um gjöf sem er handprjónuð og unnin með gleði og hlýju frá frænku, ömmu eða mömmu til viðkomandi aðila. Eða hvað finnst ykkur?

Tengdasonur minn er mikill unnandi þungarokks og hauskúpna. Þannig að þegar ég sá þetta munstur hjá Jordis mønsterbutikk kom ekki annað til greina en að prjóna vettlingana handa honum. Uppskriftin er sögð passa á lítinn karlmann þannig að ég prjónaði þá úr Dale Falk garni og á prjóna nr. 3,5 og pössuðu þeir þá fínt á Gissur minn sem er hávaxinn karlmaður,

Gissurs vettlingar Dale falk prjónar nr. 3.5 copy

Framhliðin er með gítar og fleira en bakhliðin hauskúpur. Gissur var alsæll með þá 🙂

Ingibjörg frænka fékk húfu. Ég var búin að sýna frænkum mínum mynd af húfu sem mér þótti svo falleg en hún var bara afleit þegar ég hafði prjónað hana. Þá sá ég þessa fallegu húfu á Facebook og fékk ég uppskriftina Kertalogi og garnið Semilla grosso í Litlu Prjónabúðinni. Ég prjónaði lengri útgáfuna og frænka alsæl með hlýja og flotta húfu )

Ingibjorg prjónar nr 5 copy

Húfan Kertalogi frá Litlu prjónabúðinni

Ég prjónaði sokka eftir uppskrift frá Bittamis Design handa Aþenu minni fyrir veturinn. Þeir eru virkilega fallegir og ég ánægð með þessa sokka. Svo ég ákvað að prjóna eina handa Maíu minni sem er 5 vikna og fékk hún þá í jólagjöf frá frænda sínum.

Hjertejente barnesokker fyrir Aþenu copy

Aþenu sokkar prjónaðir úr Dale Falk, flottir á 2ja ára skottuna mína.

Sokkar f Maíu 2013 copy

Maíu sokkar eru prjónaðir úr Dale Baby á prjóna nr. 2,5 og passa þeir þá fínt á ca. 2-5 mánaða.

Sofia frænka í Köben er mikill heklari en þykir líka afskaplega gaman að vera með fallega vettlinga á höndunum. Hún hefur fengið nokkur pör hjá mér en þegar hún sá þessi annars ágætu hreindýr á einhverri prjónasíðu hér á netinu vildi hún ólm eignast svona vettlinga. Ég er persónulega ekki til í að eiga flík með þessari tegund munsturs af hreindýrunum og bara gat ekki sent henni í jólagjöf vettlinga með þessu munstri. Átti í þó nokkurri innri baráttu við sjálfa mig vegna þessarar bónar hennar. Á endanum ákvað ég að prjóna vettlinga úr tvöföldu prjóni þannig að hún gæti snúið vettlingunum við og fengið aðra fallega í staðinn, Setti því saman þessa vettlinga prjónaða úr Yaku ull frá Litlu Prjónabúðinni (ég hljóma næstum eins og auglýsing en þessi búð er bara í miklu uppáhaldi hjá mér)

Sofiu vettlingar Yuku garn prjónar nr 2.5 copy

Eitt par af vettlingum: hlið A (hreindýrin góðu) og  hlið B er hægra megin

Svona í lokin þá prjónaði ég vettlinga á Maíu á meðan ég sat yfir jólasteikinni á aðfangadag. Einfaldir en skemmtilegir á litlar hendur og ég fékk tækifæri til að prjóna uglu sem ég hef svo oft séð á prjónasíðunum. Læt hér fylgja með uppskrift ef einhver vill prjóna svona vettlinga. Einfalt að prjóna úr grófara garni til að fá eitthvað stærri vettlinga en þessir eru sennilega uppí ca. 4ra mánaða.

maíu vettlingar copy

Ungbarnavettlingar

Garn: Dale Baby, Lanett eða annað garn með svipaðan grófleika
Prjónar: Sokkaprjónar nr, 2,5
Aðferð:
Fitjið upp 38 lykkjur og prjónið stroff  1 slétt, 1 brugðin alls 16 umferðir. Prjónið síðan samkvæmt teikningu en aukið út í fyrstu umferð um 6 lykkjur = 44 lykkjur á prjónunum. Skiptið lykkjum jafnt á prjónana þannig að það eru 11 lykkjur á hverjum prjóni. Munstur er bara prjónað á framhlið vettlings þ.e. 12 miðlykkjurnar þannig að allar lykkjur þar fyrir utan eru prjónaðar slétt.

Umferð 1-20 er prjónuð þannig: prjónið 5 lykkjur slétt, 12 lykkjur samkvæmt teikningu, 27 lykkjur slétt

Uglumunstur maíu vettlingar íslenskt_stækkaður

Þegar munstri lýkur er komið að úrtöku þannig:
Umferð 21: 1 lykkja slétt, 2 snúnar slétt saman, 18 lykkjur slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 18 lykkjur slétt, 2 slétt saman
Umferð 22: 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 16 slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 16 slétt, 2 slétt saman
Umferð 23: 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 14 slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 14 slétt, 2 slétt saman
Umferð 24: 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 12 slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 12 slétt, 2 slétt saman
Umferð 25:: 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 10 slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 10 slétt, 2 slétt saman
Umferð 26: 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 8 slétt, 2 slétt saman, 1 slétt, 2 snúnar slétt saman, 8 slétt, 2 slétt saman

Setjið nú lykkjurnar sem eftir eru saman á 2 prjóna 10 lykkjur á hvorn prjón. Snúið vettlingnum við, rangan snýr út og fellið af með því að prjóna lykkjurnar 20 saman eða lykkið þær saman með nál.

Uppskriftin á PDF formi

Prjónakveðja,
Guðrún María

Veturinn nálgast – frí uppskrift

Þegar verslunarmannahelgin er liðin hringir alltaf bjalla hjá mér, nú fer haustið að nálgast og ekki seinna að vænna en að fara að huga að hlýrri fatnaði á börnin. Hér áður fyrr prjónaði ég alltaf nýja peysur, húfur, sokka og vettlinga á börnin mín fyrir leikskólann eða skólann en nú eru þau vaxin upp og þá taka barnabörnin við mér til mikillar gleði.

Aþena og Móri eru svo heppin að amma þeirra prjónar og prjónar á þau. Reyndar prjóna ég ekki allt sem mig langar til þar sem þau komast ekki yfir að nota allt saman en lítil prinsessa á leiðinni svo hún fær eitthvað af því sem ég hef ekki prjónað enn á hin, mikil gleði hjá ömmu.

Elín dóttir mín var búin að panta handa Móra (áður en hann fæddist) lambhúshettu og vettlinga í stíl sem hún sá í Navia blaði. Ég keypti því uppskriftina og garn í ferð minni til Færeyja í fyrra og nú er settið tilbúið fyrir litla manninn.

024 (1)

Auðvitað fékk Aþena líka

018

Þessi sett eru prjónuð úr Navia Duo, sem er ágætis garn frá Færeyjum og ullin stingur ekki.

Svo var ég um daginn á Selfossi og koma við í Hannyrðabúðinni og keypti mér sokkagarn sem heitir Hot Socks.

Hot Socks garn

Var búin að sjá sokka prjónaða úr þessu garni og langaði svo að prjóna sokka úr því. Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að prjóna sokkana með köðlum, gatamunstri eða alveg slétta en þetta varð niðurstaðan. Aþena bleika með gatamunstri en Móri bláa með stroffi og gatamuntri á rist. Bara sátt við þessa sokka, en þau þurfa nú sennilega þykkari sokka svona yfir háveturinn ef þau verða mikið úti að leika…samt sem áður alltaf gaman að eiga fallega sokka.

Sokkar á AR og MM 2013

20130826_125205

Nú þar sem ég var komin í prjónahlé frá öðru verkefni og farin að prjóna á krílin, þá prjónaði ég þessa húfu á Aþenu einnig en ég sá þessa á Ravelry (heitir Polku-myssy) fyrir nokkru síðan og hún var alltaf á dagskrá. Ég notaði Navia Duo og prjóna nr. 4 og fékk þá passlega húfu á ca 2ja ára. Einföld húfa að prjóna og skemmtilegt kaðlamunstur á henni.

045 (1)

Svona í lokin eitthvað sem nauðsynlegt er að eiga á börnin, laus kragi í stað trefils.

ekki kalt í vetur

Ef þig langar til að prjóna eitthvað af þessu sem ég er búin að sýna ykkur þá eru uppskriftir hér á íslensku í PDF skjali:

Lambhúshetta og vettlingar í boði Navia

Kaðlahúfan Polku-myssy e. Pia Tuononen

Laus kragi í stað trefils

– Móra sokkar, notaði þetta munstur á ristina, er með 48 l í stroffi og endaði með 41 lykkju á fæti.

– Aþenu sokkar, þar studdist ég við þessa uppskrift  en hún er á ensku. Fitjaði upp 56 lykkjur á prjóna nr. 3, leggurinn er 14 cm

Prjónuð krukka #1

Þeir sem lesa bloggið mitt hafa líklegast tekið eftir því að ég hef mikið gaman af því að hekla utan um krukkur. Fyrir jól byrjaði ég að prjóna aðeins aftur og mátti til með að prufa að prjóna utan um krukku.

011

Prjónuð krukka – Hekluð krukka

Ég er ekki vön að lesa prjóna uppskriftir en ákvað engu að síður að skrifa uppskriftina að krukkunni minni niður. Þar sem þetta er fyrsta prjóna uppskriftin mín þá hef ég ákveðið að hafa hana gefins – alla vegana fyrst um sinn – í von um að fá gagnlegar ábendingar frá þeim prjónurum sem ákveða að prufa uppskriftina. Ég tel að þannig muni ég læra meir og verða öruggari í næsta sinn sem ég sest niður og skrifa prjóna uppskrift.

024

Krukkurnar eru flottar sem kertastjakar

019 copy

Birtan frá þeim er einstaklega skemmtileg

Ef þú hefur áhuga á að prufa skelltu þér þá endilega á eintak.
Þú getur sótt uppskriftina í pdf skjali bæði hér og á Ravelry.

Prjónakveðjur
Elín c“,)

Kórónuhúfa á litlu gullin

Ég prjónaði mikið á börnin mín þegar þau voru lítil og auðvitað tek ég upp þráðin núna þegar ömmugullin mín eru komin. Aþena 18 mánaða og Móri 17 mánaða eru litlu krílin mín. Ég á dóttur sem saumar mikið út og þegar ég sá þessa hnappa hjá henni bara varð ég að finna peysu sem passaði við hnappana og auðvitað að prjóna á Aþenu og Móra 🙂

bangsatölur_minnkuð Hello kitty tölur_minnkuð

Ég er aftur á móti þannig gerð að mér leiðist alveg gífurlega að prjóna bara slétt prjón og veit ekkert skemmtilegra en að prjóna kaðla, gataprjón, flókin munstur nú og svo auðvitað tvöfalt prjón. En aftur á móti vildi ég leyfa þessum hnöppum að njóta sín svo einlitar peysur urðu fyrir valinu og fann ég þessar fallegu peysur í Dale baby blaði nr, 247 sem svona smellpössuðu í verkefnið.

017 copy

007 copy

Svo er það þannig að ef ég er með mjög flókin prjónaverkefni get ég ekki tekið það með mér í heimsóknir eða á kaffihús svo þá er alltaf gott að vera með varaverkefni til þess. Ég rakst á þessa sætu kórónuhúfur á finnsku bloggi um daginn og þótti tilvalið að prjóna á prinsessuna mína  en þegar ég var búin með hana fór ég strax að hugsa af hverju ég væri að einskorða hana við stelpuna af hverju prinsinn minn mætti ekki ganga líka með svona húfu? Svo auðvitað fengu bæði sína húfu 🙂

Ég fann ekki garnið sem hún gefur upp í uppskriftinni svo ég notaði Mandarin Petit í kórónuna og Cottonsoft DK sem ég keypti í Rúmfatalagernum.

024 copy

Húfan er ekki hönnuð með eyrnaskjólum og böndum en það var útilokað að krílín mín létu húfuna í friði á höfðinu þannig svo ég bætti við eyranskjólum og ganga þau nú glöð og brosmild með húfurnar sínar.

Skemmtilegar húfur og klæðilegar svo ég fékk leyfi höfundar til þess að þýða uppskriftina á íslensku og deila með ykkur. Svo hér er uppskriftin, njótið vel.

030 copy Aþena Rós

029 copy

Mattías Móri

Innblástur frá Færeyjum

Í ferð minni til Færeyja síðast sumar eyddi ég dágóðum tíma í að skoða garnbúðir og stúdera munstur þeirra Færeyinga. Rautt og svart er aðallitur í kvenmannspeysu við færeyska búininginn, sem er afskaplega fallegur og litríkur en það eru þó að koma inn aðrir litir og fleiri útfærslur af búningnum.

4007783175_8f4b1e52f9

Mynd frá http://www.flickriver.com/photos/purkil/

Það var aftur á móti þessi peysa sem ég sá sem á Facebook síðunni „Facebook bindiklubbur“ sem var kveikjan að þessum vettlingum sem ég prjónaði í ferðinni minni.

færeysk peysa

Mynd frá Karina Petersen

Einstaklega falleg peysa og mikil vinna við að prjóna hana á prjóna nr. 2,5. Ég ætla mér að prjóna hana einn daginn en á bara eftir að finna einhvern sem langar að eiga hana 🙂

Það skemmtilega við Færeyinga er hvað þeir eru duglegir að raða saman munstrum og eru litaglaðir sem ég elska því ég er svo litaglöð og hef gaman af líflegum flíkum sérstaklega á börn.

Galli Aþena munstur1

Mynd frá Facebook bindiklubbur

Læt hér fylgja með uppskriftina af vettlingunum fyrir þær ykkar sem vilja en þessir vettlingar hafa vakið mikla athygli og hrifningu í vetur.

vettlingar

Uppskriftin á pdf-formi

Kveðja

Guðrún María

Lambhúshetta – frí uppskrift

Þessa lambhúshettu prjónaði ég fyrst í kringum 1995 á dætur mínar.
Flott húfa til að nota garnafganga í og fer einstaklega vel innan undir hettur t.d. á snjógöllum.
Ég veit ekki hvaðan uppskriftin er upphaflega en hún var mikið prjónuð
á þeim vinnustað sem ég vann á, á þessum tíma.

lambúshetta

Garn: Lanett 100% ull, Dale garn 100% ull
Prjónar: nr. 2,5
Ummál húfu: 46 cm

Fitja upp 60 lykkjur og prjóna 2 slétt og 1 brugðin á réttunni en 2 brugnar og 1 slétt á röngunni. Prjónið 40 umferðir. Geymið stykkið og prjónið annað eins. Sameinið stykkin á hringprjón og prjónið áfram 2 slétt og 1 brugðin í hring 25 umferðir.

Prjónið þá slétt og byrjið á mynstri 1, síðan mynstur 2 og 3. Því næst eru prjónaðir garðar svona: Ein umferð slétt í lit nr. 1 og önnur umferð brugðin. Síðan ein umferð slétt í lit nr. 2 og önnur umferð brugðin. Svo ein umferð slétt með lit nr. 1 og þegar farið er að prjóna seinni umf þá fella af 38 lykkjur þannig: Prjónið 11 lykkjur brugðið, felllið 38 lykkjur af mjög laust og prjónið rest brugðið. Nú eru komnir 3 garðar. Í næstu umferð er fitjað upp aftur þessar 38 lykkjur þannig: Prjónið 11 lykkjur slétt með lit nr. 1, fitjið upp 38 lykkjur mjög laust með öðru bandi og prjónið þær slétt með í hringinn og svo áfram út prjóninn, síðan einn hring brugðið. Síðan einn hring slétt í lit nr. 2 og önnur brugðin. Prjónið svo áfram mynstur og byrjið á mynstri nr. 4, svo nr. 2 og loks nr. 1. Prjónið þá einn garð í lit nr. 1 og annan garð í lit nr. 3 á sama hátt og fyrr í húfunni. Síðan mynstur nr. 1 en víxla litum, svo mynstur nr. 2 og enda á mynstri nr. 3.

Úrtaka: Prjónið með aðallit *2 lykkjur saman og 10 lykkjur slétt* prjónið frá * að * allann hringinn. Fellið svona af í annarri hverri umferð með 1 lykkju færri á milli þar til 6-8 lykkjur eru eftir prjóna þá nokkrar umferðir. Slétt slítið frá og dragið bandið í gegn.

Lambhúshetta_mynstur

Þið getið einnig sótt ykkur uppskriftina í pdf skjali með því að smella hér.

Mbk
Guðrún María

Snjókorn Snjógríparans #2 – uppskrift

Flýtið ykkur hægt þegar þið heklið 4. umferð.
Hún er strembin og auðvelt að gera mistök ef uppskriftin er ekki lesin nógu vel.

Heklið 4 ll og tengið saman í hring með kl.

1. umf: 4 ll (telst sem 1 tvöf st), 1 tvöf st inn í hringinn, *3 ll, 2 tvöf st inn í hringinn* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 3 ll, lokið umf með kl í 4. ll. (6 tvöf st hópar, 6 ll bil)

2. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, fp í næsta tvöf st, *5 fp í næsta ll bil, 1 fp í næstu 2 tvöf st* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 5 fp í næsta ll bil, lokið umf með kl í 1. fp. (42 fp)

3. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, *18 ll, 1 fp í næstu 7 fp* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 18 ll, 1 fp í næstu 6 fp, lokið umf með kl í 1. fp.

4. umf: *Í næsta 18 ll bil er gert [2 fp, 2 hst, 2 st, 3 tvöf st, 1 st, 1 hst, 3 fp], [7 ll, 1 fp í 2. ll frá nálinni, 1 st í næstu ll, 1 fp í næstu ll, kl í næstu ll, 1 fp í næstu ll, 1 st í næstu ll], aftur í 18 ll bilið er gert [3 fp, 1 hst, 1 st, 3 tvöf st, 2 st, 2 hst, 2 fp], nú er farið ú 18 ll bilinu og gert er, 1 fp í næstu 2 fp, 1 hst í næsta fp, 1 st í næsta fp, [4 ll, 1 st í 3. ll frá nálinni, 4 ll, 1 st í 3. ll frá nálinni, 5 ll, 2 st í 4. ll frá nálinni, 1 tvöf st í sömu lykkju, 7 ll, kl í toppinn á tvöf st, 1 tvöf st í sömu lykkju og fyrri tvöf st, 2 st í sömu lykkju, 4 ll, kl í lykkjuna sem st voru gerðir í, kl í næstu lykkju, 4 ll, kl í sömu 3. ll og st var gerður, kl í næstu lykkju, 4 ll, kl í sömu 3. ll og st var gerður, kl í næstu lykkju], nú er þessi angi búinn og gert er, 1 st í sama fp og fyrri st, 1 hst í næsta fp, 1 fp í næstu 2 fp* endurtakið frá * til * 5 sinnum, lokið umf með kl í 1. fp.

Slítið bandið frá og gangið frá endum. Stífið snjókornið í rétt form.

Deborah „Snowcatcher“ Atkinsson á höfundarréttinn að þessari uppskrift.
Uppskriftin er þýdd og birt hér með hennar leyfi.
Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi Deborah.Snjókorn Snjógríparans #1 – uppskrift


Heklið 4 ll, tengið saman í hring með kl í 1. ll.

1. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st inn í hringinn, *2ll, 2st inn í hringinn* endurtakið frá * að * 4 sinnum, lokið umf með því að hekla 1 ll, 1 hst í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf (þessi 1 ll og 1 hst teljast sem seinustu 2 ll og þú heklar yfir hst í næstu umf).

2. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st yfir hst fyrri umf, *2 st, 5 ll, 2 st í næsta ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 2 st í fyrsta ll bilið, 2 ll, 1 st í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf (þessar 2 ll og 1 st teljast sem seinustu 5 ll og þú heklar yfir st í næstu umf).

3. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 4 st yfir st fyrri umf, *10 st í næsta ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 5 st í fyrsta ll bilið, lokið umf með kl í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 fp í næsta st, *hoppið yfir næstu 2 st, 1 fp í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 st í næstu 2 st, 7 ll, 1 st í næstu 2 st, 1 hst í næsta st, 1 fp í næsta st* endurtakið frá * að * 4 sinnum, hoppið yfir næstu 2 st, 1 fp í næsta st, 1 hst í næsta st, 1 st í næstu 2 st, 3 ll, 1 tvöf st í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun (3 ll og 1 tvöf st teljast sem seinustu 7 ll og þú heklar yfir tvöf st í næstu umf).

5. umf: 3 ll (telst sem 1 st), 6 st yfir tvöf st fyrri umf, *7 st í næsta ll bil, 17 ll, kl í 13. ll frá nálinni (8 laga lykkja gerð), 4 ll, 7 st í sama ll bil* endurtakið frá * til * 4 sinnum, 7 st í fyrsta ll bilið, 17 ll, kl í 13. ll frá nálinni, 4 ll, kl í 3. ll af þeim 3 sem gerðar voru í byrjun.

6. umf: 10 ll (telst sem 1 st og 7 ll), *1 st í bilið á milli stuðlahópa fyrri umf, 7 ll, 3 st í næsta ll bil (neðri hluta 8 laga lykkjunnar), 1 hst, 1 fp í sama bil, í næsta ll bil (eftri hluta 8 laga lykkjunnar) er gert [3 fp, 1 hst, 1 st, 3 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp, 1 hst, 1 st, 5 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp, 1 hst, 1 st, 3 ll, 1 st, 1 hst, 3 fp], í næsta ll bil (aftur í neðri hluta 8 laga lykkjunnar) er gert 1 fp, 1 hst, 3 st, 7 ll* endurtakið frá * að * 5 sinnum, í seinasta sinn er þó sleppt seinustu 7 ll og aðeins 2 st gerðir í stað 3ja, umf er lokað með kl í 3. ll af þeim 10 sem gerðar voru í byrjun.

Slítið bandið frá og gangið frá endum. Stífið snjókornið í rétt form.Deborah „Snowcatcher“ Atkinsson á höfundarréttinn að þessari uppskrift.
Uppskriftin er þýdd og birt hér með hennar leyfi.
Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi Deborah.

Keðjuverkun teppi – uppskrift

Ótrúlega skemmtilegt og aðeins öðrvísi zik zak teppi.
Þýdd uppskrift: Cascade Crochet Afghan – Craft Yarn Counsil


Uppskriftin:

Upphafslykkjur: Fitjið upp margfeldið af 36, bætið svo við 7 ll.


Ath: Teppið  styttist um 1/5 eftir  að byrjað er að hekla svo hafið upphafslykkjurnar aðeins lengri en teppið á að vera.


1. umf: 1 st í 4. ll frá nálinni, 1 st í næstu 2 ll, *[hoppið yfir 2 ll, kl í næstu ll, 3 ll, 1 st í næstu 3 ll], 3 sinnum, [3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, 1 st í næstu 3 ll] 3 sinnum*, endurtakið frá * að * þar til 1 ll er eftir, 1 st í síðustu ll, snúið við.


Ath: Héðan í frá er aðeins heklað í aftari hluta lykkjunnar.2. umf: 3 ll (telst sem 1 st), *[1 st í næstu 3 st, hoppið yfir kl fyrri umf, hoppið yfir 2 ll, kl í 3. ll fyrri umf, 3 ll] 3 sinnum, [1 st í næstu 3 st, 3 ll, kl í næstu ll, hoppið yfir 2 ll, hoppið yfir kl fyrri umf] 3 sinnum*, endurtakið frá * til * þar til 4 st eru eftir, 1 st næstu 3 st, 1 st í 3. ll fyrri umf, snúið við.


Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið nógu langt.

Kannturinn:
Þetta teppi er þannig að það er ekki nauðsynlegt að gera kannt utan um teppið. En ef þig langar að gera kannt þá er ráðlegt að hekla eina til tvær umferðir af fastapinnum áður en kannturinn er gerður. Þú getur valið um nokkrar mismunandi gerðir af könntum hér.

Stör teppi – uppskrift

Það er svo einfalt að hekla þetta teppi.

Þrátt fyrir einfaldleika sinn er hægt að gera teppið mjög svo flott með því að velja skemmtilega liti. Og áferðin er svo skemmtileg.

Uppskrifin:
Ath: Notið stærri heklunál en þið mynduð vanalega nota með því garni sem þið veljið. Mynstrið í þessu teppi er frekar þétt og ef teppið er heklað of fast þá verður það of þykkt í sér og ekkert sérstaklega þægilegt.
Fitjið upp margfeldið af 3, bætið svo við 2 ll.
1. umferð: 1 hst í 3. ll frá nálinni, 1 st í sömu lykkju, *hoppið yfir 2 ll, 1 fp, 1 hst, 1 st allt í 3. ll frá nálinni*, endurtakið frá * til * þar til 3 ll eru eftir af upphafslykkjum, hoppið yfir 2 ll, 1 fp í seinustu ll.
2. umferð: Snúið við. 1 ll, 1 hst, 1 st í fyrstu lykkju (eða seinasta fp fyrri umf), *hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fp, 1 hst, 1 st í 3. lykkju frá nálinni (fp fyrri umf)*, endurtakið frá * til * þar til 3 lykkjur eru eftir af umf, hoppið yfir 2 lykkjur, fp í 1. ll fyrri umferðar. (Það er stundum smá vesen að ná í þessa ll en það kemst fljótt upp í vana).
Endurtakið 2. umferð þar til teppið er orðið eins langt og þið viljið hafa það.

 


Kannturinn:
Áður en ég hekla kannt á Stör teppið geri ég eina til tvær um ferðir af fp. Svo geri ég þann kannt sem heillar mig þann daginn.
Blúndukanntur
Hnútakanntur

Gangi ykkur vel og góða skemmtun c“,)