Heklaður dúkur

Ég heklaði þennan dúk í jólagjöf handa sænsku fósturforeldrum mannsins míns, en þau heimsóttu okkur yfir áramótin.

017

Uppskrift: Fann ég hér á Pinterest.
Garn: Heklgarn úr Litlu Prjónabúðinni
Nál: 1,75 mm

019

Þegar ég sá heklgarnið í Litlu Prjónabúðinni og litaúrvalið þá langaði mig til þess að kaupa dokku af hverjum lit.
Ég náði að hemja mig og varð þessi fallegi fjólublái litur fyrir valinu.

Mamma hló að mér og sagði að venjulega er verkefnið valið fyrst
en ég vel mér fyrst garn og finn svo út hvað ég get gert úr því.

185

Þegar ég var að hekla dúk í fyrsta sinn fór það alveg afskaplega í taugarnar
á mér að hann skildi vera svona krumpaður.
Ég hélt að jafnvel væri ég að gera eitthvað vitlaust.
En það er partur af programmet að strekkja og forma heklaða dúka.

186

Því langaði mig til að skella með myndum af því hvernig dúkurinn leit út fyrir…

187

…og á meðan hann var í mótun.
Til þess að móta hann notaði ég einfaldlega vatn og lét hann þorna.
Þannig heldur hann lögun sinni og er mjúkur.

022

Við hjónin saumuðum einnig út þessa mynd handa Svíunum.
Maðurinn minn komst að því fyrir jólin að hann hefði gaman af því að sauma út og er þetta þriðja myndin hans.
Hann saumaði út stafina en ég saumaði út borðana.

024

Þetta er sænska og myndi þýðast á íslensku: Þar sem rassinn hvílir þar er heimilið.
En sú setning er í uppáhaldi hjá mér.

Ef þig langar að sauma út þinn eigin texta þá mæli ég með þessari síðu Stitch Point.

Það verður svo að fylgja sögunni að Svíarnir voru hæstánægð með gjafirnar.

Elín c“,)

Útsaumur og hugmyndavinna

Ég er í áfanga í skólanum þessa önnina sem ég er voða skotin í og hef mikið gaman af.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er kenndur útsaumur. Við byrjum önnina á að sauma sem og á lita- og formfræði.  Ég er búin að gera nokkur verkefni sem ég ætla að deila með ykkur seinna en fyrst langar mig að deila með ykkur smá af hamingjunni í skólastofunni. Ég veit ekki með ykkur en efni, garn og litir gera mig afskaplega hamingjusama.

Fyrst er það efnið sem við saumum í:

imageÍslenskur ullarjavi

imageMisgróf javaefni fyrir þráðabundinn útsaum

imageMisjöfn efni, ekki þráðabundin fyrir frjálsan útsaum

 

Svo er það garnið. í öllum þessu litum:

imageÉg lærði að þekkja muninn á perlugarni og árórugarni

imageUllargarn

imageUllargarn

imageÁrórugarn

imageÁrórugarn

imageFínt perlugarn

imageFínt perlugarn

imageGróft perlugarn

imageGróft perlugarn

 

Í þessum áfanga munum við líka þrykkja á efni:

imageVinnuaðstaðan

imageÁhöld til að þrykkja.
Mér finnst svo yndislegt hvað það er hægt að nota hversdagslega hluti til þess að skapa eitthvað nýtt.

imageHér má sjá stálhring af heftiplástri, lok af kremi, lok af snyrtivörum og stút af kítti.
Allt hlutir sem færu í ruslið en eru í skólanum notaðir til að föndra.

 

Svo er það útsaumurinn sem kennarinn okkar, Fríður Ólafsdóttir, hefur sjálf gert og er með til sýnis:

imageSvartsaumur – mig langar svo að læra svona

imageHolbein saumur – hef aldrei séð svona áður en langar mikið að læra.

imageHerpisaumur – aldrei heyrt um þetta heldur

imageMjög töff bókamerki gert með þræðispori í java (held ég).

Það er í svona áföngum sem mér finnst ég svo sannarlega heppin að vera að læra það sem ég er að læra. Hlakka til að sýna ykkur meira eftir því sem líður á önnina.

Útsaumskveðjur
Elín c“,)

Þræðir sjónlista á Árbæjarsafni

Í Árbæjarsafni stendur yfir sýningin „Þræðir sjónlista“. Ég tók eftir peysum sem þar áttu að vera og dreif mig í kulda og rigningu dagsins í safnið að skoða herlegheitin. Öll munstur eru fengin úr hinni frábæru Sjónabók sem geymir íslensk munstur frá 17. 18. og 19. öld, geysilega skemmtileg og eiguleg bók fyrir okkur sem höfum áhuga á handavinnu hvers konar.

Greta Sörensen, prjónahönnuður sýnir 4 peysur sem eru vélprjónaðar og eru þær algjört augnakonfekt.

20130707_141904

20130707_141750

20130707_141740

Eftir síðustu heimsókn mína í Ömmu Mús hefur áhugi minn á að sauma út púða aftur vaknað. Á sýningunni eru púðarnir hennar Guðrúnar Kolbeins, listvefara eru virkilega fallegir. Þeir heita: Bláa blómið, Bleika blómið, Græna blómið og Afleggjari.

20130707_142002

Að lokum voru 2 myndir eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur

20130707_141954

Það er svo alltaf gaman að skoða sig um í versluninni og sjá hvernig íslensk munstur eru framleidd á fleiri vörur hjá okkur eins og t.d. þessar fallegu servéttur og suðusúkkulaði.

20130707_142810

Guðrúnardætur komnar með vörur til sölu í safninu.

20130707_142832

Í dag var einnig í gangi sýning á gömlum bílum sem Fornbílaklúbbur Íslands stóð fyrir. Alltaf gaman að skoða bílana en þessir heilluðu mig mest, kannski af því að þegar ég var barn setti ég saman ófá módelin af þessum tegundum og málaði. Held samt að ég tæki mig afskaplega vel út í þessum bleika á götum borgarinnar 🙂

20130707_142212

20130707_142155

20130707_142400

20130707_142520

Góð ferð á safnið í dag og þrátt fyrir kulda og rigningu skemmtu börnin sér vel og var þessi lest mjög vinsæl hjá þeim.

Fleiri smekkir

Þegar við vorum á Spáni í sumar þá fann ég þessa smekki í Tælenskri „drasl“ búð…þeir kostuðu ekki einu sinni eina evru hver ef ég man rétt. Við systur vorum nýlega óléttar báðar, komnar ca. 10-14 vikur, svo það hentaði fínt að það væru bara til gulir smekkir. 

Smekkirnir hafa svo legið niðrí skúffu þar til Aþena litla var skírð svo ég gæti saumað í þá.

Tók mér bækur á bókasafninu með fullt af útsaumssporum.
Smekkirnir voru kjörin vettvangur til að prufa e-ð nýtt.

Hér eru frændsystkinin svo með smekkina sína. Hvorugt var sérstaklega ánægt.
Myndirnar voru teknar í gær en þá var Aþena 8 vikna gömul og Móri 4ra vikna.
Það er voða gaman að eiga litla frænku sem er svona nálægt Móra í aldri,
mar fær svona tvíburaútrás í öllu föndri.