Ég, Guðrún mun sjá um prjónanámskeiðin. Ætlunin er að hafa námskeiðin á fimmtudögum í vetur í versluninni A4, Skeifunni 17, Reykjavík
Saumaklúbbar, landsbyggðafólk sem og aðrir hópar geta pantað sérnámskeið utan auglýstra námskeiða hjá mér í sima 861-6655 eða á netfangið: handverkskunst@gmail.com.
Hlakka til að vera með ykkur í vetur.
Prjónakveðja Guðrún
****
Tvöfalt prjón, framhald
6. febrúar kl. 18:30-21
Verð: 5.500 kr
Nú er komið að því stíga næsta skref og læra meira í þessari skemmtilegu tækni.
Á þessu námskeiði lærir þú meðal annars að:
- prjóna sitthvort munstrið á hvora hlið
- nota 3 liti í munstur
- setja inn texta, t.d. nafn
- tvöfalt stroff
Þátttakendur á þessu námskeiði verða að hafa lokið grunnnámskeiði í tvöföldu prjóni og/eða kunna skil á tvöföldu prjóni.
Námskeiðið verður haldið í versluninni A4, Skeifunni 17, 6. febrúar kl, 18:30-21 og kostar 5.500 kr.
Þú þarft að koma með:
- Prjóna í stærðum 2,5-3,5
- Garn í prufur
- Prjónamerki
Skráning hjá Guðrúnu á netfangið: handverkskunst@gmail.com eða í síma: 861-6655,
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4, greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 5.500.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
****
Tvöfalt prjón – Fullbókað
10. febrúar kl. 19-21:30
Verð: 5.500 kr
Tvöfalt prjón (Double knitting)er mjög skemmtileg prjónaaðferð sem skilar okkur frábærum kósý, tvöföldum flíkum sem nota má á bæði réttu og röngu, það er flíkin er viðsnúanleg.
Þegar þú hefur einu sinni prófað að prjóna með þessari aðferð er ekki aftur snúið, þú verður alveg háð/ur þessari tækni. Þetta er frábær leið til þess að prjóna t.d. trefla, húfur, sokka,vettlinga, peysur og það eru engir þræðir á röngunni til að flækja sig í.
Námskeiðið er haldið 10. febrúar kl. 19-21:30 í versluninni Föndru Dalvegi 18, Kópavogi. verð: 5.500 kr.
Á námskeiðinu förum við yfir tæknina við tvöfalt prjón, fitjum upp og prjónum prufu.
Námskeiðið er í 2 – 2,5 klst. og innifalið í námskeiðinu er:
- Garn í húfu
- Uppskrift af barnahúfu
Þú þarft að koma með:
- Prjóna nr. 2,5-3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)
- Javanál
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.
Verð kr. 5.500
Skráning hjá Guðrúnu á netfangið: handverkskunst@gmail.com eða í síma: 861-6655,
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4, greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 5.500.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
****
Tvöfalt prjón – námskeið
13. febrúar kl. 19-21:30
Verð: 5.500 kr.
Tvöfalt prjón (Double knitting)er mjög skemmtileg prjónaaðferð sem skilar okkur frábærum kósý, tvöföldum flíkum sem nota má á bæði réttu og röngu, það er flíkin er viðsnúanleg.
Þegar þú hefur einu sinni prófað að prjóna með þessari aðferð er ekki aftur snúið, þú verður alveg háð/ur þessari tækni. Þetta er frábær leið til þess að prjóna t.d. trefla, húfur, sokka,vettlinga, peysur og það eru engir þræðir á röngunni til að flækja sig í.
Námskeiðið er haldið 13. febrúar kl. 19-21:30 í versluninni Föndru Dalvegi 18, Kópavogi. verð: 5.500 kr.
Á námskeiðinu förum við yfir tæknina við tvöfalt prjón, fitjum upp og prjónum prufu.
Námskeiðið er í 2 – 2,5 klst. og innifalið í námskeiðinu er:
- Garn í húfu
- Uppskrift af barnahúfu
Þú þarft að koma með:
- Prjóna nr. 2,5-3,5 (sokkaprjóna eða hringprjón)
- Javanál
Þetta námskeið er ætlað fyrir þá sem hafa grunnþekkingu á prjóni. Örvhentir sem og rétthentir velkomnir.
Verð kr. 5.500
Skráning hjá Guðrúnu á netfangið: handverkskunst@gmail.com eða í síma: 861-6655,
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4, greiða þarf námskeiðsgjald við skráningu kr. 5.500.
**Athugið að mörg stéttarfélög styrkja félaga sína á námskeið**
Sæl
hvaðan er hvíta og vínrauða peysan?
Þetta er mín hönnun Eva.
Kveðja
Guðrún María
Hún er rosalega falleg
Takk fyrir það 🙂
Sæl. Ég er búin að ná tökum á tvöföldu prjóni en vildi gjarnan læra um úrtökur og aukningu og kannski aðrar aðferðir til að gera snið á flíkur.
Gaman að heyra það, sennilega ættir þú heima á framhaldsnámskeiði hjá okkur
kveðja
Guðrún