Prjónar þú lopapeysu?

Þó svo að ég hafi prjónað frá unga aldri hefur lopinn aldrei verið vinsæll á prjónunum hjá mér og skildi ég ekki hvað allir voru að prjóna þessar lopapeysur. Ég heillaðist ekki af peysunum fyrir mig persónulega en ólst upp við það að mamma og fleiri húsmæður í blokkinni prjónuðu og prjónuðu heilu peysurnar á dag og tóku síðan strætó í Rammagerðina og fengu greitt fyrir. Í þá daga var vinnan ekki mikilsmetin frekar en hún er í dag, eftir því sem ég hef heyrt (þetta er bara mín skoðun).

Fyrsta lopastykkið sem ég prjónaði var kjóll á elstu dóttur mína, fannst kjóllinn svo fallegur en barnið svitnaði þessi ósköp í kjólnum og klæjaði svo þar við sat, ekki meiri lopi keyptur fyrir mína prjóna í mörg ár.

Elín 1984

Elín Kristín árið 1984 í lopakjólnum góða.

Viðhorf mitt breyttist samt snögglega þegar ég sá fyrst lopapeysur hannaðar af Guðbjörgu í Prjónakistunni minnir að það hafi verið árið 2010.

litlar lopapeysur

Birta – smábarnapeysur (hönnun Guðbjörg Dóra)

Þær voru svo fallegar að mig langaði bara að prjóna þær til að prjóna þær. Takk Guðbjörg Dóra fyrir að hanna og selja svona fallegar uppskriftir af lopapeysum.

Lopapeya

Þoka, prjónuð lokuð en uppskriftin er fyrir opna peysu. (hönnun Guðbjörg Dóra)

20121108_143007

Þoka með rennilás, annar litur sem eigandi valdi sér, (hönnun Guðbjörg Dóra)

il_570xN.190993146

Hret, herrapeysa (hönnun Guðbjörg Dóra)

Það reyndist bara gaman að prjóna úr plötulopa og einbandi nú eða léttlopa svo ég endaði á að prjóna á dætur mínar, frænkur og frændur.

20120830_130458

Saga, þetta munstur er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég prjónað hana einnig opna með hettu (hönnun Guðbjörg Dóra)

lopapeysa

Hrím, fyrsta lopapeysan sem ég prjónaði eftir Guðbjörgu Dóru

Sumir alsælir með sínar peysur en einn lítill frændi minn fann strax að peysan stakk svo í dag prjóna ég helst hálsmálið úr kambgarni fyrir þau litlu og er það mun betra.

khh lopapeysaPeysan Verur úr Lopa 29. Þessi hefur verið pöntuð nokkuð í herrastærðum svo munstrið er að falla vel í karlmenn

Jon lopapeysa

Peysan Jón úr Lopa 31 prjónuð á frænda minn sem valdi litina í hana

100_2443

100_2444

Stína í nýrri peysu, prjónuð úr tvöföldum lopa. Munstur frá Ístex úr gömlum einblöðungi

100_2433

Peysa á Micha frænda, sama munstur aðrir litir

20130710_140525

Þessi er prufupeysa þar sem ég setti kambgarn í hálsmálið, mun þægilegra og stingur ekki

dora lopapeysa

Þessi Dóru peysa bíður eftir eiganda, langaði svo að prjóna hana. Uppskrift frá Prjónafjör

Peya á Angelu

Að lokum ein sem hefur verið afskaplega vinsæl í Færeyjum. Prjónaði þessa á frænkur mínar í Færeyjum og Danmörku úr léttlopa.

Maður lærir svo lengi sem maður lifir og lopinn er afskaplega vinsæll á Íslandi og útlendingar mjög hrifnir af peysunum okkar. Ég er ánægð með að hafa byrjað að prjóna úr lopa eftir fyrstu reynslu mína af kjólnum góða (árið 1984). Ég nota í dag mest Kambgarn en í hverju Lopablaði sem kemur út sé ég einhverja flík sem mig langar að prjóna svo hver veit, einn daginn verð ég kannski prjónandi úr lopa eins og enginn sé morgundagurinn 🙂

Með lopakveðju – Guðrún María

Of mikið af hinu góða?

Ég fæ mjög margar hugmyndir að verkefnum sem mig langar til að hekla. Það verður hins vegar ekki mikið úr þeim hugmyndum oft á tíðum. Ég er soddan sveimhugi og er fljót að finna annað sem mér langar meira að gera. Eða ég get hreinlega ekki ákveðið hvernig ég vill útfæra hugmyndina.

Image

Pretty Prudent

Ég skoða mikið hekl á netinu og þar er hægt að finna endalaust mikið af innblástri í verkum annarra. Mig hefur lengi langað til þess að hekla svokallaða fánalegju (e. garland) en ekki vitað hvar ég ætti að setja hana. En nú er von á lítilli dömu og tilvalið að hekla fánalengju til að setja í hornið hennar. En þá kemur spurningin hvernig fánalengju á ég að gera?

Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég hef séð á netinu og finnst vera fallegar.
(Ef þú smellir á myndina þá ferðu á síðuna þar sem ég fann myndina)

Image

Óþekktur heklari

Image

MariMartin

Image

alxmackenzie

Image

Attic24

Image

Carolina Guzman

Image

Dottie Angel

Image

Sol

Image

Carolina Guzman

Hvort ég muni svo hekla fánalengju eða ekki. Það verður að koma í ljós með tímanum c“,)

Hekl-kveðjur Elín

Tvöfalt prjón er vinsælt og ekki að ástæðulausu :)

Það eru ekki mörg ár síðan ég sá fyrst prjónað með tvöfalt prjón aðferðinni. Þessi aðferð vakti athygli mína á Ravelry.com og prjónaði ég einn trefil. Tók mig um 2 vikur að prjóna hann en aðferðin greip mig og mér þótti mjög gaman að prjóna trefilinn.

Hauskuputrefill_medium

Ég lagði þessari tækni síðan til hliðar og prjónaði ekki í 2 ár með aðferðinni tvöfalt prjón en auðvitað er ég alltaf prjónandi svo margt annað rann af prjónunum bara ekki tvöfaldar flíkur 🙂

Haustið 2012 byrjuðum við mæðgur með Handverkskúnst og ákváðum að halda námskeið og kenna prjón og hekl. Ég hafði horft lengi á hekluðu bjöllurnar sem allir voru að gera og þótti þær gífurlega fallegar. En þar sem ég er mun sterkari í prjónaskap en hekli hafði ég aldrei lagt í að hekla mér seríu. Var reyndar svo heppin að dóttir mín gaf mér eina svo ekkert rak mig áfram í að læra að hekla þær.

hekluð sería frá EKG

Heklaðar bjöllur

Aftur á móti hvatti Elín mig til að prjóna bjöllur og var hún viss um að einhverjar myndu vilja prjóna sér líka seríu. Úr varð að ég settist og byrjaði að prjóna og rekja upp og prjóna þar til ég fann rétta stærð og úr urðu 4 mismunandi munstur af bjöllum.  Viti menn bjöllurnar vöktu gífurlega athygli og margar komu á námskeið og fjöldi annarra keypti sér uppskriftina. Svo ég var ekki sú eina sem langaði í bjöllur á seríuna mína en bara ekki heklaðar heldur prjónaðar 🙂

Bjöllur_minnkuð

Prjónaðar bjöllur

Ég ákvað nú fljótt að ekki gæti ég bara verið að kenna fólki að prjóna bjöllur svo eitthvað fleira yrði nú að koma til. Þá ákvað ég að draga fram aftur tvöfalda prjónið. Prjónaði nokkrar húfur og setti saman námskeið.

DK_Allt í bland

DK_Micha

Micha frændi valdi sér hauskúpur á húfuna sína

DK_Stina

Stína frænka var heldur betur ánægð með Hello Kitty húfuna sína

Það er ekki að ástæðulausu sem þetta námskeið er það allra vinsælasta og hefur sprengt allar mínar væntingar til áhuga fólks á þessari tækni. Þessi prjónaaðferð er svo skemmtileg og alls ekki flókin þegar tæknin er komin á hreint. Útkoman er skemmtileg og hefur marga góða kosti t.d.:

  • flík sem snúa má á báða vegu
  • engir þræðir að flækja sig í á röngunni
  • munstur herpist ekki
  • extra hlý flík en ekki of þykk eða óþjál
  • barnið fer aldrei í flíkina öfugt því sama er hvor hliðin snýr út

Vettlingar ugla og köttur

Ungbarnavettlingar

sokkar

Ungbarnasokkar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar_bakhlið

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

fuglavettlingar

Kvenmannsvettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

Kaktus

Herravettlingar (sama parið sitthvor hliðin)

teppi hlið A

Barnateppi (hlið A)

teppi hlið B

Barnateppi (hlið B)

Svo þú sér lesandi góður að það er ekki að ástæðulausu sem þessi námskeið hafa notið svona mikilla vinsælda. Ekki bara skemmtileg prjónaaðferð heldur mjög svo mikið notagildi í flíkinni sem þú prjónar.

Það er nú einu sinni svo að alltaf vill maður læra meira og meira svo þegar þú hefur náð góðu valdi á þessari aðferð með tveimur litum ferðu að vilja læra meira eins og t.d. að prjóna sitthvort munstrið þannig að útkoman verður áfram tvær flíkur en ólíkar þar sem hliðarnar skipta ekki bara um lit. Nú eða bæta við lit númer 3 og jafnvel 4.

529206_433423366747223_3230446_n

Herrahúfa (sitthvort munstrið)

peysan

Barnapeysa (sitthvort munstrið)

Ég er með fast aðsetur í Reykjavík með námskeiðin mín en fer út á land þegar pöntun berst og hef virkilega gaman að því að ferðast og hitta prjónakonur og -menn (reyndar bara fengið einn karlmann á námskeið til mín) um allt land.

Í nóvember ætla ég að vera á Akureyri og Ísafirði svo ef þú hefur áhuga á að koma á námskeið og/eða þekkir einhverja sem hafa áhuga þá endilega deildu þessu áfram til þeirra. Dagsetningar koma hér fljótlega

Tvöfaldar prjónakveðjur,
Guðrún María

Útsaumur og hugmyndavinna

Ég er í áfanga í skólanum þessa önnina sem ég er voða skotin í og hef mikið gaman af.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er kenndur útsaumur. Við byrjum önnina á að sauma sem og á lita- og formfræði.  Ég er búin að gera nokkur verkefni sem ég ætla að deila með ykkur seinna en fyrst langar mig að deila með ykkur smá af hamingjunni í skólastofunni. Ég veit ekki með ykkur en efni, garn og litir gera mig afskaplega hamingjusama.

Fyrst er það efnið sem við saumum í:

imageÍslenskur ullarjavi

imageMisgróf javaefni fyrir þráðabundinn útsaum

imageMisjöfn efni, ekki þráðabundin fyrir frjálsan útsaum

 

Svo er það garnið. í öllum þessu litum:

imageÉg lærði að þekkja muninn á perlugarni og árórugarni

imageUllargarn

imageUllargarn

imageÁrórugarn

imageÁrórugarn

imageFínt perlugarn

imageFínt perlugarn

imageGróft perlugarn

imageGróft perlugarn

 

Í þessum áfanga munum við líka þrykkja á efni:

imageVinnuaðstaðan

imageÁhöld til að þrykkja.
Mér finnst svo yndislegt hvað það er hægt að nota hversdagslega hluti til þess að skapa eitthvað nýtt.

imageHér má sjá stálhring af heftiplástri, lok af kremi, lok af snyrtivörum og stút af kítti.
Allt hlutir sem færu í ruslið en eru í skólanum notaðir til að föndra.

 

Svo er það útsaumurinn sem kennarinn okkar, Fríður Ólafsdóttir, hefur sjálf gert og er með til sýnis:

imageSvartsaumur – mig langar svo að læra svona

imageHolbein saumur – hef aldrei séð svona áður en langar mikið að læra.

imageHerpisaumur – aldrei heyrt um þetta heldur

imageMjög töff bókamerki gert með þræðispori í java (held ég).

Það er í svona áföngum sem mér finnst ég svo sannarlega heppin að vera að læra það sem ég er að læra. Hlakka til að sýna ykkur meira eftir því sem líður á önnina.

Útsaumskveðjur
Elín c“,)

Góði Hirðirinn

Ég hef alveg svakalega gaman af því að fara í Góða Hirðinn. Ég fór í vikunni aðeins að kíkja og aldrei þessu vant þá var allt stútfullt af handaverki þar. Misflott allt saman en ég hef voða gaman af því að finna svona „gamalt“ handverk og mögulega nýta það til þess að skapa eitthvað nýtt.

image

Heklaður púði. Ömmu ferningur öðrum megin…

image

…og eitthvers konar blóma tígla ferningar hinum megin.

image

Fínasta heklaða teppi á því sérstaka verði 2.150 kr.
Sem er nú gjöf en ekki gjald fyrir gott heklað teppi.

image

Nærmynd af ferningnum.

image

Á þessari önn er ég í Útsaums áfanga í skólanum og því er ég að pæla mikið í útsaum þessa dagana.

image

Annað heklað teppi. Það voru til tvö eins af þessum grip.

image

Útsaumað púðaver…óklárað.

image

Skemmtilegt að hafa svona stjörnur í stað venjulegs krosssaums.

image

Eldhúsmynd með fallegu mynstri.

image

Spes dúkka. Fannst hún eiginlega bara verða að vera með.

image

Útsaumur á priki. Mögulega skólaverkefni hjá einhverju barni.

image

Nokkrir útsaumshringir. Hefði líklegast keypt einn eða tvo ef ég hefði ekki gleymt að taka kortið mitt með.

image

Grófur javi og plast javi. Hefði verið til í að kaupa plast javann.

image

Garn.

image

Pottaleppar.

image

Jólamyndir

image

Önnur jólamynd.

image

Þessi mynd var svo æðisleg. Frjáls útsaumur einmitt með þeim sporum sem ég er að læra á þessari önn. Flottur innblástur.

image

Á þessari nærmynd sést hvernig er búið að gera blóm og laufblöð með því að sauma
Flatsaum, Sikk-sakkspor, Lykkjuspor eða Keðjuspor og mögulega Varplegg ef ég sé rétt.

image

Töff útsaumuð mynd. Held að þetta sé Flatsaumur.

image

Önnur mynd sem ég er nokkuð viss um að sé Flatsaumur líka.

image

Krosssaumsmynd. Klassík.

image

Fannst svo fallegt mynstur í þessari mynd.

image

Þessi mynd fær mig til að brosa og velta fyrir mér hvar hún hefur hangið uppi.

image

Prjónuð peysa. Mögulega úr Einbandi.

image

Frekar flott mynd. Finnst alveg hreint geggjað að hún sé saumuð út eins og teppi.

image

Veit samt ekkert hvað þessi saumur heitir.

image

Önnur mynd sem er saumuð á sama veg. Ef þetta eru ekki listaverk þá veit ég ekki hvað.

image

Töff veggteppi með þrívíddar ferningum. Langar að prufa að sauma út þetta mynstur og sjá hvort þrívíddin komi hjá mér líka.

image

Enn eitt listaverkið. Saumuð veggmynd.

image

Og að lokum saumaður pottaleppi. Mér finnst þetta vera soldið jóló.

Ég veit ekki hvort ykkur finnst þessir gripir jafn spennandi og mér. En mín upplifun af því að skoða gamalt handverk er hreinlega eins og að vera á listasafni. Enda finnst mér handverk vera list.

 

Elín c“,)

Móri litar garn

Honum Móra hefur fundist hann eitthvað útundan þegar við Mikael vorum að lita garn um daginn. Í morgun tók hann upp á því að lita smá garn sjálfur með kókómjólk. Svo hefur hann fundið út að garnið væri fínasta snuddu geymsla.

image

image

image

image

Svona gerist þegar mömmur ganga ekki frá garninu sínu á góðan stað.

Mikael litar garn

Ég fann þessa bráðskemmtilegu bloggfærslu um daginn, á blogginu Pea Soup, þar sem sýnt er hvernig hægt er að lita garn með börnum. Mér fannst þetta frekar krúttað og datt í hug að ég gæti mögulega nýtt hugmyndina sem verkefni fyrir nemendur þegar ég fer að kenna. Svo ég brá á það ráð að spyrja hann Mikael minn hvort hann væri til í smá tilraunastarfsemi með mér. Uppáhaldsföndrarinn minn sagði sko ekki nei og var meira en til í að hjálpa mömmu sinni.

091 copy

Efni: 1 dokka af Baby Ull úr Byko, matarlitir sem við áttum til, edik.
Garnið lá í ediki yfir nótt. Þetta er víst gert til að liturinn festi sig betur.
Lyktin finnst mér þó svakalega vond.
Mikilvægt er að hafa gott undirlag. Ég var með gömul dagblöð og viskustykku sem mátti fara til spillis.
Það fór þó aðeins í gegn á borðið en það reddaðist því ég þreif það strax.

092 copy

Mikael sestur niður og tilbúinn í fjörið.

093 copy

Þegar Mikael var búinn að lita garnið eins og hann vildi þá setti ég það í skál, helti vatni yfir og hitaði í örbylgjuofninum í smá stund. Held að þetta sé gert til að festa litinn betur.

Mistök: Ég gerði tvö stór mistök í þessari tilraunastarfsemi.
(1) Ég gleymdi að binda garnið þegar ég vatt það upp svo það flæktist frekar mikið hjá mér.
(2) Ég hengdi garnið til þerris á viðarherðatré sem litaði frá sér í garnið því krókurinn á því var aðeins byrjaður að ryðga.

080 copy

Þegar garnið var þornað, af-flækt og komið í hnykil leit það svona út. Bara mjög sætt hjá honum Mikael mínum.

Upprunalega hugmyndin mín var að leyfa nemendum að lita eina dokku af garni sem þeir myndu svo nota til þess að prjóna eða hekla eina flík á sig úr. Mikael var ekki svo spenntur fyrir því svo við ákváðum að ég myndi nota garnið sem hann litaði til að gera sokka handa litlu systur sem á að fæðast í nóvember.

001 copy

Og þar sem garnið var hvítt, rautt og grænt þá ákvað ég að hekla jólasokka handa litlu dömunni.

003 copy

Uppskriftina að sokkunum fékk ég hér.

Þetta verkefni heppnaðist bara vel hjá okkur mæðginum. Við skemmtum okkur ágætlega saman að lita garnið. Mikael er sáttur með lokaniðurstöðuna og finnst systrasokkarnir hans bara frekar flottir.

Tilraunakveðjur
Elín c“,)

María heklbók – útgáfuteiti

Við mæðgur fórum í útgáfuteiti Maríu heklbókar sem var haldið í Mál og Menningu í gær.
Búið var að klæða loftið með hekluðum Kríum og var það einstaklega vel heppnað.

image

Mér fannst smá erfitt að ná góðri mynd af Kríuhafinu.
Máltækið „sjón er sögu ríkari“ á svo sannarlega vel við hér.

image

Tinna áritaði fyrir mig eintak. Það er alltaf gaman að eiga áritað eintak af bók.

image

Mér líst bara vel á hana Maríu. Mér finnst töff að hún sé í stíl við „systir sína“ Þóru.
Ég myndi einnig segja að það séu fleiri verkefni sem höfða til mín í Maríu en Þóru.
Ég er að hugsa um að byrja á að hekla ungbarnahúfuna og ungbarnanærbolinn.
Svo finnst mér stórustrákapeysan spennandi líka. Og dömusokkarnir. Og eitt eyrnaband.
Svona meðal annars…

image

Ég varð smá klökk þegar ég sá að bókin er tileinkuð sonum hennar Tinnu,
sem báðir áttu að heita María.
Óléttuhormónarnir mínir gera mig afskaplega væmna fyrir öllu svona um þessar mundir.

Hekl-kveðjur
Elín

 

„Málað“ með garni

Ég var að klára að hekla teppi og enn einu sinni þá sat ég uppi með heilan helling af endum. Mér finnst svo mikil synd að henda öllum þessum endum því það er hellingur af garni sem fer til spillis.

058 copy

Þannig að ég fór að hugsa hvort ég gæti ekki nýtt þessa enda og mundi þá eftir grein í einu gömlu handavinnublaði þar sem var „málað“ með garni. Og þar sem ég er alltaf að pæla í verkefnum sem gætu verið skemmtileg fyrir krakka þá minntist ég á þetta við Mikael – uppáhalds föndrarann minn og tilraundýr – og hann tók bara vel í það.

Einn sunnudaginn settumst við fjölskyldan niður saman og hófumst handa.

064 copy

Móri (18 mánaða) var með í fjörinu. Hann entist alveg í heilan hálftíma.

065 copy

Hann fékk sér líka aðeins að smakka á garninu. Honum fannst það ekki gott.

066 copy

Við Mikael (12 ára) sátum heillengi að „mála“.
Áður en við vissum af því þá höfðum við setið í 1,5 klst.

071 copy

Mikael ákvað að gera Pokémon fígúru.
Hann teiknaði útlínurnar. Límdi garn yfir línurnar og litaði svo myndina.

074 copy

Afrakstur dagsins

077 copy

Myndin hans Móra

080 copy

Fjölskyldumynd sem ég gerði

081 copy

082 copy

Ég gerði líka smá mynstur, bara til að prufa

083 copy

Fígúran sem Mikael gerði

084 copy

085 copy

Annað efni sem við notuðum til að „mála“:

  • Karton pappír
  • Trélitir
  • Taulím – með mjóum stút
  • Skæri
  • Prjónar – til að ýta garninu á sinn stað

Við skemmtum okkur alveg konunglega og mælum algerlega með því að þú og þínir prufið að „mála“ með garni ef ykkur langar að föndra eitthvað skemmtilegt saman.

Garn-kveðjur
Elín c“,)

 

 

Veturinn nálgast – frí uppskrift

Þegar verslunarmannahelgin er liðin hringir alltaf bjalla hjá mér, nú fer haustið að nálgast og ekki seinna að vænna en að fara að huga að hlýrri fatnaði á börnin. Hér áður fyrr prjónaði ég alltaf nýja peysur, húfur, sokka og vettlinga á börnin mín fyrir leikskólann eða skólann en nú eru þau vaxin upp og þá taka barnabörnin við mér til mikillar gleði.

Aþena og Móri eru svo heppin að amma þeirra prjónar og prjónar á þau. Reyndar prjóna ég ekki allt sem mig langar til þar sem þau komast ekki yfir að nota allt saman en lítil prinsessa á leiðinni svo hún fær eitthvað af því sem ég hef ekki prjónað enn á hin, mikil gleði hjá ömmu.

Elín dóttir mín var búin að panta handa Móra (áður en hann fæddist) lambhúshettu og vettlinga í stíl sem hún sá í Navia blaði. Ég keypti því uppskriftina og garn í ferð minni til Færeyja í fyrra og nú er settið tilbúið fyrir litla manninn.

024 (1)

Auðvitað fékk Aþena líka

018

Þessi sett eru prjónuð úr Navia Duo, sem er ágætis garn frá Færeyjum og ullin stingur ekki.

Svo var ég um daginn á Selfossi og koma við í Hannyrðabúðinni og keypti mér sokkagarn sem heitir Hot Socks.

Hot Socks garn

Var búin að sjá sokka prjónaða úr þessu garni og langaði svo að prjóna sokka úr því. Ég var lengi að velta fyrir mér hvort ég ætti að prjóna sokkana með köðlum, gatamunstri eða alveg slétta en þetta varð niðurstaðan. Aþena bleika með gatamunstri en Móri bláa með stroffi og gatamuntri á rist. Bara sátt við þessa sokka, en þau þurfa nú sennilega þykkari sokka svona yfir háveturinn ef þau verða mikið úti að leika…samt sem áður alltaf gaman að eiga fallega sokka.

Sokkar á AR og MM 2013

20130826_125205

Nú þar sem ég var komin í prjónahlé frá öðru verkefni og farin að prjóna á krílin, þá prjónaði ég þessa húfu á Aþenu einnig en ég sá þessa á Ravelry (heitir Polku-myssy) fyrir nokkru síðan og hún var alltaf á dagskrá. Ég notaði Navia Duo og prjóna nr. 4 og fékk þá passlega húfu á ca 2ja ára. Einföld húfa að prjóna og skemmtilegt kaðlamunstur á henni.

045 (1)

Svona í lokin eitthvað sem nauðsynlegt er að eiga á börnin, laus kragi í stað trefils.

ekki kalt í vetur

Ef þig langar til að prjóna eitthvað af þessu sem ég er búin að sýna ykkur þá eru uppskriftir hér á íslensku í PDF skjali:

Lambhúshetta og vettlingar í boði Navia

Kaðlahúfan Polku-myssy e. Pia Tuononen

Laus kragi í stað trefils

– Móra sokkar, notaði þetta munstur á ristina, er með 48 l í stroffi og endaði með 41 lykkju á fæti.

– Aþenu sokkar, þar studdist ég við þessa uppskrift  en hún er á ensku. Fitjaði upp 56 lykkjur á prjóna nr. 3, leggurinn er 14 cm